Saga - 2009, Page 123
sagna þegar vikið er að einstökum deilumálum. Hér verður sér-
staklega stuðst við Íslendinga sögu en aðrar heimildir bornar
saman við hana. Heimildargildi hennar hefur löngum verið talið
traust og hún einkennast af hlutleysi og hlutlægni. Að nútíma-
skilningi er verkið þó í senn sagnfræðirit og sögurit og lýtur að
sumu leyti fremur bókmenntalegum en sagnfræðilegum frásagnar-
lögmálum.2
Miðaldaheimildir um Guðmund Arason eru annað tveggja: því
sem næst hlutlausar, eins og raun er á í Íslendinga sögu, eða
jákvæð ar og upphefjandi í misríkum mæli, eins og fram kemur í
Guð mund arsögunum. Lengi voru túlkanir síðari tíma fræðimanna á
Guð mundi og biskupsdómi hans neikvæðar. Hélst það í hendur við
þá skoðun að endalok þjóðveldisins hafi með beinum eða óbeinum
hætti tengst baráttu hans fyrir sjálfstæði kirkjunnar, ekki síst mál -
skotum til erkibiskups í því sambandi.3 Þessi neikvæði tónn var
ekki bundinn við íslenskar rannsóknir heldur kom einnig fram hjá
öðr um norrænum fræðimönnum.4
Með vissum hætti sló Finnur Jónsson (1704–1789) biskup tóninn
fyrir mat síðari tíma manna á Guðmundi en í kirkjusögu hans eru
dregnar upp andstæður milli hins trúhneigða prests og hins harð -
skeytta biskups og hörmulegra afleiðinga af kirkjustjórn hans.5
átök um samband ríkis og kirkju 123
2 Jakob Benediktsson, „Sturlunga saga“, Kulturhistorisktlexikonförnordiskmedel-
tid frånvikingatid till reformationstid 17. Stadsskole – Sätesgård (Malmö 1972),
bls. 358. — Preben Meulengracht Sørensen, „Historiefortælleren Sturla Þórðar -
son“, Sturlustefna.RáðstefnahaldinásjöaldaártíðSturluÞórðarsonarsagnaritara
1984. Ritstj. Guðrún Ása Grímsdóttir og Jónas kristjánsson. Stofnun Árna
Magnússonar á Íslandi. Rit. 32 (Reykjavík 1988), bls. 112–126. — Guðrún Nor -
dal, „Sagnaritun um innlend efni — Sturlunga saga“, Íslenskbókmenntasaga I.
Ritstj. Vésteinn Ólason (Reykjavík 1992), bls. 324–326. — Þórir Óskarsson,
„Íslendinga saga Sturlu Þórðarsonar“, Íslensk stílfræði. Ritstj. Þorleifur
Hauksson (Reykjavík 1994), bls. 294–307.
3 Jón Helgason, KristnisagaÍslandsfráöndverðutilvorratíma 1 (Reykjavík 1925),
bls. 114, 117. — John Simpson, „Guðmundur Arason: A Clerical Challenge to
Icelandic society“, AlþjóðlegtfornsagnaþingReykjavík2.–8.ágúst1973.Fyrirlestrar
II (Reykjavík 1973) (fjölrit), bls. (2).
4 Sjá edv. Bull, Folkogkirkeimiddelalderen.StudiertilNorgesHistorie (kristjaníu og
kaupmannahöfn 1912), bls. 53–54.
5 Finnur Jónsson, Historia Ecclesiastica Islandiæ I (kaupmannahöfn 1772), bls.
359–360. — John Simpson, „Guðmundur Arason: A Clerical Challenge to
Icelandic Society“, bls. (3). — Sömu andstæður koma fram í umfjöllun Ólafs
Lárussonar, sjá Ólafur Lárusson, „Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga“,
Skírnir 116 (1942), bls. 114–115.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 123