Saga - 2009, Blaðsíða 124
Hinir neikvæðu dómar héldust langt fram á 20. öld og var það í
samræmi við meginsjónarmið hinnar þjóðernislegu söguritunar.6
Þó gætti snemma jákvæðari afstöðu í garð Guðmundar, eins og
kom fram í túlkun norska fræðimannsins edv. Bull þegar árið 1912.
Hann leit á Guðmund sem trúarlegan hugsjónamann sem gerði
strangar kirkjulegar og siðferðilegar kröfur til sjálfs sín og annarra.7
Í Kristnisögu sinni frá 1925 tók Jón Helgason biskup undir hið
neikvæða mat á Guðmundi í veraldlegum efnum en kostaði hins
vegar einnig kapps um að draga upp af honum margbrotnari
mynd með tilliti til samtíðar hans og jafnframt persónuleika hans
sjálfs. Benti hann á að Guðmundur hafi verið biskup „með alveg
nýju sniði“. Taldi hann Guðmund hafa verið „trúarlegan hugsæis-
mann“ og „katólskan“ biskup gagntekinn af „anda katólskunnar,
eins og hann hafði mótast úti í löndum“ og þá einkum „hinni nýju
kirkjuvaldsstefnu“. Að þessu leyti hafi hann greint sig frá fyrri
bisk upum landsins sem fyrst og fremst hafi verið „þjóðlegir, ís -
lenzkir“ biskupar. Jóni varð heldur ekki starsýnast á pólitíska
hörku Guð mund ar heldur leit á biskupsferil hans sem eins konar
píslarvætti.8 Gætir hér athyglisverðrar tilraunar til endurmats.
Svipuð endurskoðun kemur fram í grein sem Ólafur Lárusson
ritaði út frá þjóðfræðilegu sjónarhorni 1942. Þar lagði hann áherslu
á að Guðmundur hafi „öllu fremur verið hugsjónamaður. Hugsjón
hans var imitatioChristi, eftir breytni krists, lífsstefna hans var að
fylgja þeirri hugsjón og henni fylgdi hann líka með óvenjulegri
ein lægni og trúmennsku“.9 Hins vegar taldi Ólafur „víkingseðlið“
oft hafa tekið yfirhönd hjá Guðmundi og hann hafa orðið „heift -
úðugur og þykkju þung ur“.10
Hin neikvæða mynd hélt þó velli fram um miðja 20. öld. Í Íslend-
ingasögu sinni frá 1956 leit Jón Jóhannesson til dæmis svo á að í ver-
aldlegum efnum hafi Guðmundur brotið niður virðingu fyrir lög -
um þjóðveldisins, og þar með átt sinn þátt í að Íslendingar misstu
sjálfstæði sitt, en í trúarefnum hafi hann ýtt undir hjátrú og hégilj-
ur. komst hann þar með að hinni þekktu niðurstöðu sinni sem
hjalti hugason124
6 John Simpson, „Guðmundur Arason: A Clerical Challenge to Icelandic
Society“, bls. (3–4).
7 edv. Bull, Folkogkirkeimiddelalderen, bls. 54. Á frummáli: „en religiøs idealist
med strenge kirkelige og moralske krav til sig selv og andre“.
8 Jón Helgason, Kristnisaga, bls. 125–129.
9 Ólafur Lárusson, „Guðmundur góði í þjóðtrú Íslendinga“, bls. 136–137.
10 Sama heimild, bls. 137.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 124