Saga - 2009, Side 126
aðir sem fulltrúar andstæðra póla.15 Litið verður á kolbein sem
málsvara höfðingjakirkjunnar sem hér hafði þróast frá upphafi
kirkju í landinu. Jafnframt má líta svo á að kolbeinn sé fulltrúi nýs
tíma sem einkenndist af harðri sókn nokkurra höfðingjaætta í auð
og völd þar sem kirkjan var notuð sem tæki í valdakapphlaupinu.
Guð mundur verður hins vegar skoðaður sem boðberi kirkjupóli-
tískrar stefnu sem lítið hafði gætt á Íslandi fyrir hans daga og hafði
ekki verið hreyft hér áður á því sviði sem hann setti á oddinn. er
hér átt við sjálfstæðisbaráttu kirkjunnar í anda Gregoríusar páfa VII
(1073–1085), svokallaðan gregoríanisma.16 Höfundur þessarar
greinar hefur áður haldið því fram að Guðmundur hafi starfað í
anda þeirrar útgáfu sem sú stefna fékk í klaustri heilags Viktors í
París á 12. öld. Viktorsreglan var ströng munkaregla sem stofnuð
var upp úr Ágústínusarreglu og, eins og hún, einkum ætluð dóm-
klerkum. Var lögð mikil áhersla á reglubundinn tíðasöng nótt og
dag en jafnframt á íhugun og hófstillta dulhyggju. Þá var Viktors -
klaustrið ein af miðstöðvum gregoríanismans þar sem barist var
fyrir sjálfstæði kirkjunnar (libertas ecclesiae) sem byggjast skyldi á
siðbót hennar. eiríkur Ívarsson (1130–1213, erkibiskup 1188–1205),
vígslufaðir Guð mundar, aðhylltist viktoríanismann en hann hafði
numið í Viktorsklaustrinu og verið tekinn þar inn sem kanúki. Hélt
hann sambandi við klaustrið ævilangt og var ákafur gregoríanisti í
þeim anda sem þar tíðkaðist. Hugmyndafræðin þaðan mótaði enda
fjölda norrænna háklerka á síðari hluta 12. aldar. Áhrif frá vígslu -
föðurnum, sem og önnur tengsl Guðmundar við kirkjuleg umbóta-
öfl í Noregi, skýra áhrif þessarar tískustefnu á hann.17
hjalti hugason126
15 Jón Margeirsson hefur fjallað um ágreiningsefni þeirra Guðmundar og
kolbeins. komst hann að þeirri niðurstöðu að Guðmundur hafi fylgt „páfa-
kirkjustefnu“. kolbeinn virðist að hans mati hafa aðhyllst „gamlan þjóðlegan
kristindóm“ af sama tagi og Páll Jónsson Skálholtsbiskup og höfundur sögu
hans fylgdu. Jón Margeirsson, „Ágreiningsefni kolbeins Tumasonar og
Guðmundar Arasonar“, Skagfirðingabók.RitSögufélagsSkagfirðinga 14 (1985),
bls. 121–144. — Sjá og Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskupa af
íslenzkum málefnum á 12. og 13. öld“, Saga XX (1982), bls. 28–62.
16 Torben Christensen og Sven Göransson, Kyrkohistoria 1. Fra evangelium til
den pavelige gudsstat (Stockholm 1969), bls. 334–338.
17 knut Helle, Norgeblir en stat1130–1319. Handbok i Norges historie 3 (oslo
1974), bls. 58, 78–85. — Gunnar F. Guðmundsson, Íslenskt samfélagogRóma-
kirkja, bls. 28–29, 213. — Hjalti Hugason, „Guðmundur Arason. kynlegur
kvist ur úr röðum Viktorína“, RitröðGuðfræðistofnunar.StudiaTheologicaIsland-
ica 17 (Reykjavík 2003), bls. 165–170 og 187–188.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 126