Saga - 2009, Page 127
Persónulegurogpólitískurbakgrunnurdeilnanna
Mikilvægt er að gera sér grein fyrir að deilur Guðmundar og
kolbeins höfðu persónulega og þar með harmræna hlið. kolbeinn
var kvæntur Gyðríði dóttur Þorvarðar Þorgeirssonar, föðurbróður
Guðmundar. Að vísu fer fáum sögum af sambandi þeirra frænd-
systkina. Þau gætu þó hafa tengst nánum böndum á einu farsælasta
skeiðinu í lífi Guðmundar, en það var árið 1171–1172, er hann var
með Ingimundi presti, föðurbróður sínum og fóstra, á Vöglum í
Fnjóskadal og Þorvarður bjó með fólk sitt á næsta bæ, Hálsi.18
Tengsl sem takast á mótunarárum eru ekki líkleg til að rakna að
fullu upp frá því.19 kann að vera að þar sé að einhverju leyti komin
skýring á því að Guðmundur var kallaður til að vera heimilisprest-
ur kolbeins á Víðimýri 1199. Hafa þessi tengsl valdið því að kol -
beinn hefur talið vald sitt yfir Guðmundi tryggt, fyrst sem presti og
síðar biskupi.20 Þó hefur ef til vill ekki síður skipt máli við val
kolbeins á heimilispresti að þegar á þessum tíma var Guðmundur
kominn í röð helstu presta landsins og var meðal annars kvaddur
til að þjóna næstur biskupum þegar jarðneskar leifar Þorláks helga
Þórhallssonar (1133–1193, biskup frá 1178) voru teknar upp í Skál -
holti 1198. Þá var hann staðgengill biskups er helgir dómar Jóns
Ögmundssonar (1052–1121, biskup frá 1106) voru hafnir úr jörðu á
Hólum tveimur árum síðar.21 Samband þeirra Guðmundar, Gyð -
ríðar og kolbeins hefur styrkst þau rúmu tvö ár sem Guðmundur
átök um samband ríkis og kirkju 127
18 Prestssaga Guðmundar góða, Sturlunga saga 1. Jón Jóhannesson, Magnús
Finnbogason og kristján eldjárn sáu um útgáfuna (Reykjavík 1946), bls. 123
(4. kap.).
19 Arngrímur Brandsson (d. 1361) segir enda í Guðmundarsögu sinni: „Hans
[kolbeins] húsfrú, Gyðríð at nafni, var náin frendkona sira Guðmundar; hún
var kvenna vænust ok brást aldri sínum frænda hversu hart sem dró.“ Síðar
segir að hún hafi elskað báða, Guðmund og kolbein. Saga Guðmundar Ara -
sonar, Hóla-biskups, eptir Arngrím ábóta, Biskupasögur 1–2 (kaup mannahöfn
1858 og 1878), hér b. 2, bls. 32 (17. kap.) og 64 (30. kap.). — Sjá og brot úr
miðsögu Guðmundar, Biskupasögur 1, bls. 569–570 (8. kap.).
20 Hermann Pálsson, „Skáldið á Víðimýri“, Tólftaöldin.Þættirummennogmálefni
(Reykjavík 1970), bls. 12.
21 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 142–143 (17.–18. kap.). — Fleiri tækifæri má
nefna þar sem Guðmundur kom fram sem jafningi biskups. Sjá próssesíu
Þingeyramunka móti honum haustið 1200 og jarðarför ketilbjargar einsetu-
konu í Skálholti árið eftir. Prestssaga Guðmundar góða, 145 (19. kap.) og 146
(20. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 127