Saga - 2009, Side 128
var á Víðimýri, þótt hann væri raunar stopult heima vegna þeirra
miklu ferða sem hann réðst í á tímabilinu.22
Hér er litið svo á að samfélagsþróun í landinu hafi skerpt átök
þeirra Guðmundar og kolbeins. Ber þar einkum að hafa í huga að
á tímabilinu frá 11. öld til 13. aldar átti mikill valdasamruni sér stað
þegar hin fornu goðorð eða mannaforráð komust í eigu æ færri ein-
staklinga eða ætta og undirstaða höfðingjavaldsins breyttist að
nokkru. Virðist þessi þróun hafa hafist að marki á 12. öld. Goðorðin
byggðust upphaflega á tengslum goða og bænda sem fylgdu þeim
að málum eða voru í þingum með þeim og voru fyrst og fremst
félagslegar einingar án formlegra landfræðilegra marka. Sam -
kvæmt Grágásarlögum voru goðorðin 39 að tölu og var út frá því
gengið að goðar hefðu álíka mikil völd þótt þingmenn þeirra væru
mismargir. Þegar goðorðin söfnuðust á færri hendur komu til sög-
unnar aðgreinanleg, staðbundin valdsvæði sem lutu einum
höfðingja; hann tók að gegna eiginlegri héraðsstjórn sem ekki hafði
verið raun á í goðorðunum fornu. Má í því sambandi tala um upp-
haf ríkjamyndunar í landinu er fram komu héraðsríki.23 Hefur
þróun þessari verið lýst svo að hún hafi legið frá goðavaldi til stór-
höfðingjavalds.24 Um 1220 var svo komið að fimm ættir stjórnuðu
hjalti hugason128
22 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 142–153 (18.–26. kap.). — Hjalti Hugason,
„Guðmundur Arason. kynlegur kvistur úr röðum Viktorína“, bls. 174–178. —
Sturlunga saga, Skýringar og fræði, Íslendingabók, Veraldar saga, Leiðarvísir
NikulássBergssonar,Samþykktirogsáttmálar,Ættirogátök,Kort,Töflur,Orðasafn,
Nafnaskrá, Staðanafnaskrá. Ritstj. Örnólfur Thorsson (Reykjavík 1988), bls.
171–172.
23 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, Saga Íslands II. Ritstj.
Sigurður Líndal (Reykjavík 1975), bls. 32. — Jón Viðar Sigurðsson, Chieftains
and Power in the Icelandic Commonwealth. The Viking Collection. Studies in
Northern Civilization 12. Ritstj. Preben Meulengracht Sørensen o.fl. (odense
1999), bls. 62–70, 207–210. Um nánari skilgreiningu „ríkja“ og „stórríkja“, sjá
Jón Viðar Sigurðsson, Frá goðorðum til ríkja.Þróungoðavalds á 12. og 13. öld.
Sagnfræðirannsóknir. Studia historica 10. Ritstj. Bergsteinn Jónsson (Reykja -
vík 1989), bls. 54–55. Um „héraðsríki“, sjá Gunnar karlsson, Goðamenning.
StaðaogáhrifgoðorðsmannaíþjóðveldiÍslendinga (Reykjavík 2004), bls. 271 og
fleiri staðir. Þess skal getið að héraðsstjórn er stundum nefnd sem hlutverk
goða. Með því er líklega átt við þá skyldu goða að hafa afskipti af sameigin-
legum vandamálum héraðsbúa til þess að tryggja frið í héraðinu fremur en að
tiltekin mál hafi heyrt undir þá líkt og embætti eða stofnanir síðar. Sjá Gunnar
karlsson, Goðamenning, bls. 148–149.
24 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 37.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 128