Saga - 2009, Síða 129
nær öllum goðorðum landsins. ekki fór alltaf einn einstaklingur
með mannaforráð fyrir hönd hverrar ættar og um þessar mundir
mun rúmlega tugur manna hafa leyst hina fornu goða af hólmi.25
Á vestanverðu Norðurlandi fólst valdasamruni þessi í því að
Ás birningar, afkomendur Ásbjörns Arnórssonar og ættmenn
kolbeins Tumasonar, eignuðust þrjú goðorð í Skagafirði. Var valda-
samruninn snemma á ferðinni á þessum slóðum.26 einhvern tím-
ann á 12. öld, en eftir 1120, eignuðust Ásbirningar einnig goðorð í
austanverðu Húnavatnsþingi og um 1200 var tekið að líta á allt
svæðið frá Öxnadalsheiði að Hrútafjarðará sem eitt ríki. Má þá líta
svo á að Ásbirningar hafi ráðið yfir „stórríki“ á þessum slóðum og
var kolbeinn Tumason höfðingi þeirra. Hann var því einn þeirra
höfðingja sem þátt tóku í þeirri þjóðfélagsþróun sem uppi var og
átti þar ríkra hagsmuna að gæta.27
Höfðingjar gátu komist yfir goðorð með ýmsu móti; mægðum,
gjöfum eða beitingu valds og ofríkis, sem og nýjum tengslanetum
sem stofnað var til með trúnaðareiðum. Þá nýttist þeim og góð
lagakunnátta. efnahagur skipti einnig verulegu máli í þessu sam-
bandi. Því hélst söfnun auðs og valda í hendur.28 kirkjan var einnig
mikilvægt tæki í höndum einstakra höfðingja og höfðingjaætta við
að auka veldi sitt og gat hún gagnast með ýmsu móti í valdasam-
runanum.29 Tekjur af kirkjum og kirknaeignum gátu styrkt efnahag
manna. Þá gátu tíundarumdæmi (sóknir) skapað ýmiss konar tengsl
milli kirkjueigenda og gjaldenda. Af þeim sökum voru yfirráð yfir
kirkjum og kirkjujörðum eftirsóknarverð, ekki síst yfirráð yfir stöð -
um en svo voru stórbýli nefnd þar sem kirkjan átti alla heima-
jörðina.30 oddaverjar byggðu veldi sitt til dæmis einkum á auð -
átök um samband ríkis og kirkju 129
25 Sama heimild, bls. 32–33. — Jón Viðar Sigurðsson, Frágoðorðumtilríkja, bls. 70.
26 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 37.
27 Jón Viðar Sigurðsson, Frágoðorðumtilríkja, bls. 59–61 og 133–134. — Gunnar
karlsson, Goðamenning, bls. 292–298.
28 Jón Viðar Sigurðsson, Frágoðorðumtilríkja, bls. 135–136.
29 Sjá: Agneta Breisch, Frid och fredlöshet. Sociala band och utanförskap på Island
under äldre medeltid. Acta Universitatis Upsaliensis. Studia Historica
Upsaliensia 174. Ritstj. C. G. Andræ o.fl. (Uppsala 1994), bls. 22–36. — Hjalti
Hugason, Frumkristniogupphafkirkju, bls. 199–200, 205–208, 213–214 og 237–
238.
30 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 38–39. — Hjalti
Hugason, Frumkristniogupphafkirkju, bls. 205–208. — orri Vésteinsson, The
ChristianizationofIceland.Priests,Power,andSocialChange1000–1300 (oxford
2000), bls. 238. — Jón Viðar Sigurðsson, „Samskipti íslenskra biskupa við
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 129