Saga - 2009, Side 130
söfnun kirkjunnar.31 einnig gat verið mikilvægt fyrir höfðingjaætt í
valdabaráttu að fulltrúar hennar gegndu kirkjulegum embættum,
væru prestar á stöðum eða við aðrar höfuðkirkjur, yfirmenn klaustra
en einkum og sér í lagi biskupar. Haukdælir réðu löngum biskups-
kjöri í Skálholti og byggðist veldi þeirra mjög á því.32 Ásbirningum
vegnaði hins vegar verr í því að efla tengsl sín við Hóla enda kom
ættin lítið að kirkjulegum menntum. Næst komust þeir því að ráða
Hólastól með kjöri Guðmundar Arasonar.33
DeilurGuðmundarogKolbeins
Deilur Guðmundar og kolbeins hófust haustið 1201, þegar kol -
beinn beitti sér fyrir kjöri Guðmundar til biskups en hann færðist
eindregið undan. Hér er sem sé litið svo á að undanbrögð Guð -
mundar hafi verið raunveruleg en séu ekki aðeins sagnstef úr heil-
agra manna sögum.34 Í þessu efni tókst Guðmundur þó ekki á við
kolbein einan heldur einnig Þorvarð föðurbróður sinn og Ögmund
sneis, son hans og fornvin sinn. Stafaði mótþrói Guðmundar að
sögn prestssögunnar meðfram af því að hann var ósáttur við að
frændur hans höfðu ekki boðið honum fé eftir föður sinn og ekki
leitað honum annarrar virðingar en þeirrar að „láta berja [hann] til
bækr“.35
Hafi Guðmundur látið stjórnast af persónulegum og tilfinninga-
legum sjónarmiðum í viðbrögðum sínum við biskupskjörinu er lík-
legra að kolbeinn hafi unnið út frá pólitískum sjónarmiðum og þá
hjalti hugason130
útlenda yfirboðara á öldum áður“, Saga biskupsstólanna. Skálholt 950 ára—
2006—Hólar900ára, bls. 501.
31 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 36.
32 Sama heimild, bls. 33. — Jón Viðar Sigurðsson, „Forholdet mellom verdslig og
religiøs makt på Island i fristatsperioden“, MyteogritualidetførkristneNorden.
Etsymposium. Ritstj. Jens Peter Schjødt (odense 1994), bls. 135–136.
33 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 34.
34 Þessara deilna er ekki getið í Íslendinga sögu en koma þeim mun betur fram
í Prestssögunni í Sturlungu og víðar. — Gunnar F. Guðmundsson, Íslensktsam-
félagogRómakirkja, bls. 48. — Stephen Norman Tranter, Sturlungasaga.TheRole
of theCreativeCompiler. european University Studies Series I, German Lan -
guage and Literature 941 (Frankfurt am Main 1987), bls. 203.
35 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 151–153 (24.–26. kap.). — Saga Guðmundar
Arasonar … hin elzta, Biskupa sögur 1, bls. 473–475 (42.–43. kap.). — Saga
Guðmundar Arasonar … eptir Arngrím ábóta, bls. 41–42 (20. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 130