Saga - 2009, Qupperneq 131
fremur veraldlegum en kirkjulegum, þ.e. viðleitni til að efla veldi
sitt, og að hann hafi viljað fullnýta þær leiðir sem höfðingjakirkjan
bauð upp á í því efni. Þar sem Guðmundur var honum tengdur,
skjólstæðingur hans og auk þess sjálfur af goðaætt og því vel kunn-
ugur þeim hugmyndum sem ríktu meðal höfðingja um stöðu kirkj-
unnar í samfélaginu, gat kolbeinn reiknað með að hann yrði sér
auðsveipur og gætti hagsmuna höfðingjakirkjunnar.36 Skýrir þetta
að líkindum það að kolbeinn beitti sér fyrir kjöri Guðmundar Ara -
sonar en studdi ekki Magnús Gissurarson (d. 1236, Skálholtsbiskup
frá 1216), móðurbróður sinn, sem einnig kom til álita við þetta tæki-
færi. Líklegt er að seta hans á Hólastól hefði fremur aukið veg
Haukdæla en kolbeins sjálfs.37 Með kjöri Guðmundar litu menn
svo á að kolbeinn tryggði sér sambærileg völd yfir klerkum og
hann hafði þegar yfir leikmönnum í fjórðungnum.38 Biskupskjör
Guðmundar renndi því nýrri stoð undir veldi Ásbirninga. Ljóst er
að Guðmundur Arason var líklegur sem heppilegur bandamaður í
valdatafli kolbeins, hvort sem það var meðvitað og markvisst eða
hluti af flóknari hugmyndavef hins trúaða höfðingja.39 Þeir voru
nátengdir, eins og fram er komið, og Guðmundur var á þessu skeiði
þekktur af hógværð og talið ólíklegt að hann risi öndverður gegn
þeim sem hann átti fremd sína helst að þakka. er þá ekki átt við
biskupsdóminn heldur þau forréttindi sem hann naut á Víðimýrar -
árunum.40
átök um samband ríkis og kirkju 131
36 Jón Viðar Sigurðsson, „Samskipti íslenskra biskupa við útlenda yfirboðara á
öldum áður“, bls. 502. — Því skal til skila haldið að Guðmundur var rómaður
prestur við kjör sitt. Á það verður þó ekki fallist að vinsældir hans sem prests
og þau undur sem hann var talinn koma til leiðar hafi verið eina ástæðan fyrir
kjöri hans. Sjá orri Vésteinsson, TheChristianizationofIceland, bls. 174.
37 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 48. — Páll eggert
Ólason, Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940 I–V (Reykjavík
1948–1952), hér b. II, bls. 88, og III, bls. 423. — Sjá þó Jón Helgason, Kristnisaga
Íslands, bls. 110.
38 Íslendingasaga, bls. 238 (12. kap.).
39 Mikilvægt er að gæta þess að þrátt fyrir mótþróa og óhlýðni kolbeins við
Guðmund var hann trúarskáld, eins og sálmur hans Heyrhimna smiður ber
vott um. — Hermann Pálsson, „Skáldið á Víðimýri“, bls. 14–20. — Bjarni
einarsson, „kolbeinn Tumason og Hómilíubókin“, Maukastella færð Jónasi
Kristjánssynifimmtugum (Reykjavík 1974), bls. 10.
40 Hjalti Hugason, „Guðmundur Arason. kynlegur kvistur úr röðum Viktor -
ína“, bls. 178.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 131