Saga - 2009, Síða 132
Þegar í kjölfar biskupskjörsins kom til ágreinings milli Guð -
mundar og kolbeins, þótt minna sé gert úr honum í Íslendinga
sögu (frá því skömmu fyrir 1284) en í ýmsum öðrum heimildum.
Að sögn Sturlu sendi kolbeinn menn á fund Sigurðar ormssonar
(d. 1235) á Svínafelli í Öræfum og bað hann að taka við fjárforræði
yfir Hólastól.41 Í prestssögu Guðmundar eru deilur um staðar-
forráðin á Hólum, og þar með fjármálastjórn kirkjunnar veturinn
1201–1202, mun fyrirferðarmeiri en í Íslendinga sögu. Í sturlungu-
gerðinni (frá því fyrir 1260) segir að Guðmundur hafi sjálfur farið
þess á leit við Sigurð að taka að sér forræði staðarins.42 Í svokallaðri
elstu gerð Guðmundarsögu (varðveitt í handriti frá 1330–1350) er
gert ráð fyrir að þeir Guðmundur og kolbeinn hafi báðir, en þó
hvor í sínu lagi, kallað Sigurð til ráðsmennskunnar.43
Sigurður ormsson var af ætt Svínfellinga, sem frá fornu fari
fóru með goðorð í Skaftafellsþingi.44 Sigurður var fyrst kvæntur
Sigríði Tumadóttur, hálfsystur kolbeins, sem áður hafið verið gift
Ingimundi fóstra Guðmundar um hríð. Síðar átti hann Þuríði
Giss ur ar dóttur Hallssonar í Haukadal, móður kolbeins.45 Marg -
slungin tengsl voru því milli þeirra Sigurðar, kolbeins og Guð -
hjalti hugason132
41 Íslendinga saga, bls. 239 (13. kap.). — Stefán karlsson, „Guðmundar sögur
biskups: Authorial Viewpoints and Methods“, The Sixth International Saga
Conference.28.7.–2.8.1985.WorkshopPapers 2 (kaupmannahöfn 1985), bls. 987.
42 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 147 (21. kap.), 152–154 (26. kap.) og 155–156
(28. kap.). Um gerðir prestssögunnar, sjá: Stefán karlsson, „Guðmundar sögur
biskups: Authorial Viewpoints and Methods“, bls. 983–984. — Hjalti Huga -
son, „Guðmundur Arason. kynlegur kvistur úr röðum Viktorína“, bls. 163. —
Í Guðmundarsögu Arngríms Brandssonar (frá um 1350) segir einnig að Guð -
mundur hafi sjálfur farið þess á leit við Sigurð að taka við forræði stólsins.
Annars segir þar að kolbeinn sýndi Guðmundi yfirgang á sviði fjármála-
stjórnarinnar veturinn eftir kjörið. Saga Guðmundar Arasonar … eptir Arn -
grím ábóta, bls. 44–45 (22. kap.). — Stefán karlsson, „Guðmundar sögur bisk-
ups: Authorial Viewpoints and Methods“, bls. 999–1000. — Stefán karlsson,
„Saltari kolbeins Tumasonar“, ÞorlákstíðirsungnarÁsdísiEgilsdótturfimmtugri
26.október1996 (Reykjavík 1996), bls. 57.
43 Með þessu er ef til vill verið að samræma tvær sagnhefðir. Saga Guðmundar
Arasonar … hin elzta, bls. 467–468 (37. kap.), 476–477 (44. kap.) og 478–479
(46. kap.). Stefán karlsson nefnir þessa gerð Guðmundarsögu A–gerð og telur
hana næsta sameiginlegri frumgerð sögunnar en þó geta verið þá þriðju í ald-
ursröð. Stefán karlsson, „Guðmundar sögur biskups: Authorial Viewpoints
and Methods“, bls. 989.
44 Gunnar karlsson, „Frá þjóðveldi til konungsríkis“, bls. 35.
45 Páll eggert Ólason, Íslenzkaræviskrár IV, bls. 252–253.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 132