Saga - 2009, Side 133
mundar.46 Sigurður var einn þeirra höfðingja sem vinguðust við
Guðmund Arason þegar á prestskaparárum hans og bauð hann
Guðmundi til sín eftir þing 1196 og aftur 1201.47 Í síðara skiptið
leitaði Sigurður ásjár Guðmundar í deilum sínum við Sæmund
Jónsson (1154–1222) í odda og hét Guðmundur honum þá
stuðningi við að finna verð uga staðfestu norðanlands.48 Hver sem
tildrögin voru tók Sigurður við stólsforráðunum.49 Var gert ráð
fyrir því að stólsráðsmaður sværi biskupi trúnaðareið og tæki
engar meiri háttar ákvarðanir án samráðs við hann. Heyrði allur
rekstur stólsins, mannahald og út leiga stólseigna undir ráðsmann-
inn.50 ætla má að Sigurður hafi reynst klofinn í samskiptum sínum
við þá kolbein og Guðmund. engin ástæða er þó til að ætla annað
en að í upphafi hafi fullur trúnaður ríkt milli þeirra Guðmundar og
að Guðmundur hafi sætt sig vel við forræði Sigurðar yfir stólnum,
einkum meðan hann var sjálfur í vígsluför sinni. Við heimkomuna
fól Guðmundur honum forráð yfir klausturstaðnum að (Munka-)
Þverá, er hann skyldi endurreisa, og síðar Möðruvöllum.51 Sýnir
það trúnað milli þeirra þótt jafnframt kunni Guðmundur að hafa
séð sér leik á borði að koma Sigurði þannig af Hólastað án þess að
bregðast heiti sínu um stað festu honum til handa norðanlands.52
eftir að í odda skarst fyrir alvöru milli Guðmundar og kolbeins
blandaðist Sigurður inn í deilurnar og fylgdi kolbeini að málum.53
Þá tók hann Hólastól undir sig 1209 ásamt Arnóri Tumasyni
(1184–1221), bróður kol beins, og varð þar með einn helsti and -
stæðingur Guðmundar í kjölfar Víði nessbardaga. Af þeim sök um
var honum stefnt utan á fund erkibiskups 1211, ásamt Guð mundi
og þeim höfðingjum sem helst höfðu komið að deilunum fram að
átök um samband ríkis og kirkju 133
46 Guðmundar saga dýra, Sturlunga saga 1. Jón Jóhannesson, Magnús Finn -
bogason og kristján eldjárn sáu um útgáfuna (Reykjavík 1946), bls. 164 (3.
kap.).
47 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 141 (16. kap.), 147 (24. kap.).
48 Sama heimild, bls. 147 (21. kap.).
49 Sama heimild, bls. 155–157 (28. kap.).
50 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 141 og 147–149.
51 Íslendingasaga, bls. 243 (19. kap.). — Guðmundar saga … hin elzta, bls. 488–
489 (52. kap.).
52 Sjá: Jón Viðar Sigurðsson, „Island og Nidaros“, Ecclesia Nidarosiensis 1153–
1537.SøkelyspåNidaroskirkensogNidarosprovinsenshistorie. Senter for middel -
alderstudier, NTNU, Skrifter 15. Ritstj. Steinar Imsen (Trondheim 2003), bls.
125.
53 Íslendingasaga, bls. 244–247 (20.–21. kap.) og 258 (29. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 133