Saga - 2009, Síða 134
því, þótt ekki yrði af utanferð að því sinni.54 eftir þetta tók Sigurður
ekki þátt í baráttu höfð ingja gegn Guðmundi. Á Sigurður sam-
merkt kolbeini í því að samband þeirra Guðmundar hófst að því er
virðist með djúpri og einlægri vináttu þótt síðar kæmi til hat-
rammra deilna þeirra í milli. Þá var Sigurður einnig trú aður höfð -
ingi, líkt og kolbeinn, og hefur það gert samband þeirra Guð -
mundar næsta tvíbent þann tíma sem átök þeirra stóðu.55
eftir vígslu Guðmundar var þess skammt að bíða að ágreining-
ur risi milli þeirra kolbeins um önnur mál.56 Í Guðmundar sög un -
um segir þannig frá deilum út af fjármálastjórn og ölmusu gæðum
Guðmundar harðindaveturinn 1203–1204.57 Fyrst skarst þó veru-
lega í odda með þeim 1205 og þá út af kærumáli yfir presti. Raunar
er það svo að í Íslendinga sögu snúast deilur Guðmundar og
kolbeins fyrst og fremst um dómsvald yfir klerkum, jafnvel í ver-
aldlegum málum.58 Ástæðu þess að Guðmundur hóf þessa baráttu
sína má ugglaust rekja til þess að skömmu fyrir vígslu hans, eða
1196, sendi páfi dómklerkaráðinu í Niðarósi bréf þess efnis að leik-
menn skyldu ekki dæma í málum sem snertu klerka eða kirkjur.
Hefur erkibiskup væntanlega hvatt Guðmund til að breyta í anda
bréfsins þegar við vígslu hans.59
Heimildir greina frá tveimur kröfum Guðmundar um dómsvald
í klerkamálum og virðist sem í hvorugu tilvikinu hafi sérlega ráð -
settur kirkjunnar þjónn átt í hlut. Annar var Ásbjörn prestur, kall -
aður pungur, sem kolbeinn sótti að sök vegna gamallar skuldar.
Varpar það tilefni ljósi á viðurnefnið. Hinn var Skæringur Hróalds -
son (d. 1209) sem var akólytus að vígslu.60 kolbeinn gerði Ásbjörn
hjalti hugason134
54 Sama heimild, bls. 254–256 (25.–27. kap.).
55 Joanna A. Skórzewska, ConstructingaCultus, bls. 108–110.
56 Íslendingasaga, bls. 243 (19. kap.).
57 Jón Þ. Þór, „Saga biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal“, bls. 297–298.
58 Vissulega getur Sturla Þórðarson fleiri ágreiningsmála. Af Guðmundar hálfu
er þar helst um að ræða mál sem lúta að fjárreiðum, tíundarmálum, kirkju-
fjárhaldi og vanrækslu á framfærsluskyldu. Íslendingasaga, bls. 246 (21. kap.).
59 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskupa af íslenzkum málefnum á
12. og 13. öld“, bls. 31–32. — Jón Viðar Sigurðsson, „Island og Nidaros“, bls.
125. — Jón Viðar Sigurðsson, „Samskipti íslenskra biskupa við útlenda
yfirboðara á öldum áður“, bls. 502–503.
60 Akólytus var fjórða vígslustig kirkjunnar á leið til prestvígslu. Hlutverk
akólytusa var m.a. að bera ljós við messuflutning. — Íslendingasaga, bls. 246
(20. kap.) og 557 (aftanmálsgr. 20:1). — Frá málunum er einnig sagt í Guð -
mund ar sögum. Saga Guðmundar Arasonar … hin elzta, bls. 488–489 (52.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 134