Saga - 2009, Síða 137
ráða uns komið var í þrot. 1207 leituðu vinir þeirra sætta með þeim
og urðu þeir sáttir „með því móti, at öll mál skyldi vera undir erki -
biskupi“.75 Líta verður á það sem sigur fyrir Guðmund og erkibisk -
up að höfðingjar skyldu fallast á þessa lausn málsins, þótt ekkert
yrði úr utanför og erkibiskupsdómi að þessu sinni. Þetta var hins
vegar í fyrsta sinn sem íslensku máli var formlega skotið til úr -
skurðar erlends aðila og hefur því verið talið marka þáttaskil í sögu
landsins og hafa stuðlað að því að það glataði sjálfstæði sínu.76 er
þetta þó ofmælt þar sem erkibiskup hafði áður haft afskipti af deil-
um í landinu og því ekki um algera nýjung að ræða.77
Deilurnaríkirkjupólitískuljósi
Þegar litið er yfir deilur Guðmundar Arasonar og kolbeins Tuma -
sonar frá biskupskjörinu (1201) til Víðinessbardaga (1208) og þær
skoðaðar í kirkjupólitísku ljósi blasa við þrjú átakasvið: aðferðir við
biskupskjör, forræði yfir kirkjueignum, þ.e. biskupsstólnum og þar
með fjármálastjórn kirkjunnar að nokkru leyti, og loks valda- og
verkaskipting milli leikra og lærðra á vettvangi dómsvalds. Af Ís -
lendinga sögu að dæma virðast átökin um dómsvaldið hafa verið
aðalbitbeinið en deilan um forræði yfir biskupsstólnum þó einnig
hafa skipt máli og hvort tveggja ráðist af mismunandi sýn í kirkju-
legum efnum. Spennan í kringum biskupskjörið virðist aftur á móti
frekar hafa verið persónulegs eðlis, einkum af Guðmundar hálfu.
köllunarréttur við biskupskjör verður því fyrst að álitamáli þegar
samskipti þeirra kolbeins og Guðmundar eru skoðuð með hliðsjón
af almennri kirkjusögu.
Þegar Guðmundur var kosinn biskup, upp úr aldamótunum
1200, höfðu deilur um biskupskjör í stórveldum þess tíma, Frakk -
landi, englandi og Þýska keisaradæminu, fyrir löngu verið útkljáð -
ar. Í páfatíð Gregoríusar VII höfðu þessar deilur blossað upp með
því móti að páfi mótmælti rétti keisara, konunga og annarra fursta
og veraldlegra höfðingja til að útnefna biskupa og krafðist þess að
þessir stjórnendur kirkjunnar væru valdir í frjálsum, kirkjulegum
átök um samband ríkis og kirkju 137
75 Sama heimild, bls. 246 (20. kap.).
76 Jón Viðar Sigurðsson, „Island og Nidaros“, bls. 125.
77 Guðrún Ása Grímsdóttir, „Um afskipti erkibiskupa af íslenzkum málefnum á
12. og 13. öld“, bls. 40–42. — Jón Viðar Sigurðsson, „Samskipti íslenskra bisk-
upa við útlenda yfirboðara á öldum áður“, bls. 503.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 137