Saga - 2009, Síða 138
(kanónískum) kosningum þar til bærra aðila. Ivo (1040–1115) bisk-
up af Chartres, einn lærðasti kirkjuréttarfræðingur síns tíma, setti
fram hugmyndir að lausn deilunnar í heimalandi sínu sem síðar
voru lagðar til grundvallar annars staðar, meðal annars við sættar-
gerð keisara og páfa sem kennd er við Worms og var gerð 1122.
Fólst þessi hugmyndafræðilegi grunnur í því að greint var á milli
and legra hlutverka biskupa (spiritualia) og þeirra veraldlegu eigna
(regalia) sem embætti þeirra fylgdu. Tákn hins andlega embættis
voru meðal annars hringur og bagall en veldissproti tákn hins ver-
aldlega valds sem fylgdi eignunum og fólst oft í að biskup væri
lénsmaður með skyldur við fursta sinn. Skyldu biskupar kosnir
kirkjulega og taka við embættistáknum sínum úr höndum kirkju-
legra yfirmanna sinna. keisari mátti hins vegar eiga fulltrúa við
kjörið, með öllu því sem slík nærvera hafði í för með sér. Hann, eða
fulltrúi hans, mátti líka afhenda biskupum veldissprotann og taka
af þeim hollustueið. Biskupar áttu því að þiggja andlegt umboð sitt
frá kirkjunni við kjör og vígslu en veraldlega valdastöðu, eignir og
lén ef því var að skipta, úr hendi keisara við svardaga. Það fór síðan
eftir einstökum hlutum keisaradæmisins hvort fór á undan, vígslan
eða eiðtakan.78 Þessi sáttargjörð lagði grunn að varanlegri valda- og
verkaskiptingu andlegra og veraldlegra valdhafa.
Fyrir framgang kirkjulegrar sjálfstæðisbaráttu á Norðurlöndum
skipti miklu að erkibiskupsdæmi var stofnað í Noregi 1152/1153, í
kjölfar heimsóknar Nikulásar Breakspears kardínála (1100–1159).79
Góð tengsl mynd uðust milli Inga Haraldssonar konungs (1135–
1161) og kardínálans. Þá var eysteinn erlendsson (d. 1188), sem
vald ist til erkistólsins annar í röðinni, kapellán og féhirðir Inga
áður en hann varð erkibiskup. Sú tilgáta hefur verið sett fram að
umhverfis Inga hafi myndast kirkjulegur flokkur er unnið hafi að
hjalti hugason138
78 Documents of the Christian Church. Ritstj. Henry Bettenson (oxford og New
york 1963), bls. 111–112. — Torben Christensen og Sven Göransson, Kyrko-
historia, bls. 334–342.
79 knut Helle, Norge blir en stat 1130–1319, bls. 45–46 og 238–239. — Sverre
Bagge, „Den heroiske tid — kirkereform og kirkekamp 1153–1214“, Ecclesia
Nidarosiensis1153–1537.SøkelyspåNidaroskirkensogNidarosprovinsenshistorie,
bls. 51–52.
80 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 116 (1. kap.) og 118 (2. kap.). — knut Helle,
Norgeblirenstat1130–1319, bls. 46–48. — Sverre Bagge, „Den heroiske tid —
kirkereform og kirkekamp 1153–1214“, bls. 52–53. — Jón Viðar Sigurðsson,
„Samskipti íslenskra biskupa við útlenda yfirboðara á öldum áður“, bls. 492.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 138