Saga - 2009, Síða 139
alþjóðlegum tengslum norsku kirkjunnar og uppbyggingu inn-
lends erkistóls og hafi það valdið samstöðunni með kardínálanum.
Þorvarður föðurbróðir Guðmundar Arasonar dvaldi um hríð við
hirð Inga og gæti hafa orðið fyrir áhrifum af þeim kirkjulega anda
sem þar ríkti.80
Í kjölfar þess að erkistóllinn var stofnaður var hleypt af stokk-
unum kirkjulegu uppbyggingar- og siðbótarstarfi.81 Vegna innan-
landsófriðar varð torvelt að fylgja því eftir, en erkibiskupsár ey -
steins erlendssonar voru þó mikilvægt mótunarskeið í því sam-
bandi. Til skamms tíma var hann talinn eindreginn fylgismaður
greg oríanismans. Í síðari tíma rannsóknum hefur hins vegar verið
litið á hann sem hófstilltan umbótamann.82 eftir fall Inga Har -
aldssonar náðu eysteinn og erlingur skakki (d. 1179) jarl samkomu -
lagi sem fól meðal annars í sér að stoðum var rennt undir fjárhag
kirkjunnar, en eysteinn krýndi á móti Magnús (1156–1184) son erl -
ings og var það í fyrsta sinn sem slík krýning fór fram á Norður -
löndum.83 Ari Þorgeirsson faðir Guðmundar hafði stutt erling og
raunar látið lífið fyrir hann skömmu eftir vígslu Magnúsar. Þá hafði
Ingi mund ur fóstri Guðmundar unnið hylli eysteins erkibiskups.84
Bakslag varð í þessu uppbyggingarstarfi kirkjunnar þegar Sverrir
Sigurðsson (1151(?)–1202) komst til valda í Þrændalögum 1177 og
sigraði Magnús erlingsson endanlega 1184. eysteinn studdi þá erl -
ing og Magnús áfram, yfirgaf landið og dvaldi í sjálfvalinni útlegð
til 1183 er þeir Sverrir sömdu frið. Samþykkti Sverrir kjör eiríks
Ívarssonar, eftirmanns eysteins og vígsluföður Guðmundar. Fljótt
dró þó í sundur með þeim eiríki og Sverri, meðal annars vegna af -
dráttarlausrar stefnu eiríks í samskiptum við konungsvaldið.
Sverrir vildi aftur á móti endurreisa þjóðlega kirkju sem lyti kon-
átök um samband ríkis og kirkju 139
81 knut Helle, Norgeblirenstat1130–1319, bls. 51–52. — Gunnar F. Guð munds -
son, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 34. — Sverre Bagge, „Den heroiske tid
— kirkereform og kirkekamp 1153–1214“, bls. 55–61.
82 knut Helle, Norge blir en stat 1130–1319, bls. 58–59. — Sverre Bagge, „Den
heroiske tid — kirkereform og kirkekamp 1153–1214“, bls. 70. — Jón Viðar
Sigurðsson lítur þó á eystein sem „ötulan baráttumann kirkjuvaldsstefnunn-
ar“. Sjá Jón Viðar Sigurðsson, „Samskipti íslenskra biskupa við útlenda yfir -
boðara á öldum áður“, bls. 499.
83 knut Helle, Norge blir en stat 1130–1319, bls. 56 og 57–68. — Sverre Bagge,
Mennesket i middelalderens Norge. Tanker, tro og holdninger 1000–1300 (Ósló
1998), bls.109.
84 Prestssaga Guðmundar góða, bls. 118–121 (2. kap.) og 134 (11. kap.).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 139