Saga - 2009, Page 140
ungsvaldinu í flestu. Tveimur árum eftir kjör sitt (1190) flúði
eiríkur til Lund ar en öðlaðist stuðning páfa 1194 og bannfærði þá
Sverri og biskupana er staðið höfðu að krýningu hans. 1198 var svo
lýst alls herjar banni yfir þeim hlutum landsins er fylgdu Sverri að
málum.85 eftir lát Sverris tók Hákon (d. 1204) sonur hans við ríki og
leysti erkibiskup þá landið úr banni.86
eiríkur Ívarsson var því nýsestur á friðarstól í Niðarósi eftir
langvarandi átök við konungsvaldið, þar sem hann hafði borið
hærri hlut, þegar Guðmundur Arason leitaði vígslu hjá honum. Má
telja fullvíst að eiríkur hafi mjög hvatt vígslusyni sína og lýðbisk-
upa til að fylgja eftir þeim áherslum sem hann hafði meðal annars
kynnst í París — ekki síst þá sem áttu að þjóna á útjöðrum erkibisk -
ups dæmisins. Þá hefur hann verið þeim fyrirmynd í róttækri fram-
kvæmd kirkjulegrar sjálfstæðisstefnu. Hefur það ugglaust sett
mark sitt á biskupsdóm Guðmundar.87
Strax eftir stofnun erkistóls í Niðarósi hafa biskupar þar hafist
handa við að koma helstu stefnumálum sínum um sjálfstæði kirkj-
unnar til framkvæmda hér á landi og brjóta þar með höfðingja-
kirkjuna á bak aftur. Meðal baráttumála þeirra var aukin siðvæðing
samfélagsins, til dæmis í hjúskaparmálum, yfirráð yfir kirknaeign-
um og mál er lutu að sjálfstæði klerka, þar á meðal dómsvald í
málum þeirra. er þar og að finna helstu skýringuna á áherslum Guð -
mundar Arasonar í framkvæmd embættis síns og þar með deilum
hans við kolbein Tumason.88 Þá skiptir það líka máli að nánustu
ættmenn Guðmundar, faðir hans og föðurbræður, tengdust beint
þeim flokki sem stóð að uppbyggingu norsku kirkjunnar að alþjóð -
legri fyrirmynd. Má raunar líta svo á að með tengslum þeirra Þor -
geirssona við norsku hirðina í tíð konunganna Inga Haralds son ar
og Magnúsar erlingssonar, sem og Guðmundar sjálfs við eirík
Ívars son erkibiskup, sé fengin skýr mynd af því sögulega samhengi
sem Guðmundur var hluti af og þar með kirkju- og hugmynda-
söguleg skýring á helstu áherslum hans í biskupstíð sinni. er þar og
að finna hugsanlega skýringu á „óbilgirni“ hans í átökum við ver-
hjalti hugason140
85 knut Helle, Norgeblirenstat1130–1319, bls. 85–89 og 91–92. — Sverre Bagge,
„Den heroiske tid — kirkereform og kirkekamp 1153–1214“, bls. 72–75.
86 knut Helle, Norgeblirenstat1130–1319, bls. 94–95.
87 Jón Þ. Þór, „Saga biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal“, bls. 296–297.
88 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 34. — Jón Viðar
Sigurðsson, „Island og Nidaros“, bls. 127.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 140