Saga - 2009, Page 141
aldlega höfðingja en hún gæti hafa byggst á einarðri fyrirmynd frá
eiríki erkibiskupi.89
Við stofnun erkistóls í Niðarósi 1152 var kveðið á um að biskup -
ar í stiftinu skyldu kosnir af ráði dómklerka (dómkapítulum) en þó
með þátttöku annarra presta og klausturfólks. Þá var talið rétt að
hafa veraldlega höfðingja með í ráðum þótt hlutverk leikmanna
væri einkum að fagna kjörinu þegar það hafði verið til lykta leitt.90
Hér á landi gátu þessar reglur ekki gilt óbreyttar þar sem dóm-
kapítular störfuðu ekki við íslensku dómkirkjurnar. Þá var kirkjan
enn vanburðug stofnun við kjör Guðmundar og lítt í stakk búin til
að losa sig undan yfirráðum höfðingja. komst kirkjuleg kosning
biskupa raunar ekki á fyrr en við fráfall Guðmundar 1237 og þá
þannig að dómklerkar í Niðarósi tóku kjörið í sínar hendur.91 Frá
þeim tíma og fram yfir miðja 14. öld voru Íslendingum því sendir
biskupar erlendis frá.92
Af þessu er ljóst að kjör Guðmundar Arasonar fór fram á „úrelt-
an“ hátt miðað við það sem gilti jafnvel á Norðurlöndum í hans
tíð.93 Sýnir það að hér hafði kirkjan ekki náð sömu stofnunarlegu
festu og sjálfstæði og gerðist víðast annars staðar á sama tíma. Þetta
er rétt að hafa í huga þegar heildarmynd er dregin upp af sam-
skiptum og átökum þeirra Guðmundar og kolbeins þótt deilur
þeirra hafi ekki snúist um þetta atriði. Miðað við landsvenju var
kjör Guðmundar einnig afbrigðilegt að því leyti að hann var kjör-
inn norðanlands en fram að því höfðu biskupar verið kjörnir á
Alþingi.94
eins og fram hefur komið var litið svo á að biskupar þægju jarð -
eignir embættanna og veraldarvöld, ef við átti, úr höndum fursta. Í
ljósi þess kann að virðast eðlilegt að kolbeinn, helsti höfð ingi Norð -
lendinga, skyldi telja sig hafa nokkuð um það að segja hvernig
átök um samband ríkis og kirkju 141
89 Guðrún Nordal, „Sagnaritun um innlend efni — Sturlunga saga“, bls. 321.
90 Jón Viðar Sigurðsson, Norsk historie 800–1300. Frå høvdingmakt til konge- og
kyrkjemakt. Samlagets Norsk historie 800–2000 1 (oslo 1999), bls. 113–118 og
172–175. Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 22 og
26.
91 Magnús Stefánsson, „kirkjuvald eflist“, SagaÍslands II. Ritstj. Sigurður Líndal
(Reykjavík 1975), bls. 137–138.
92 Gunnar F. Guðmundsson, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 118.
93 Arngrímur Brandsson gerði sér fulla grein fyrir annmörkunum sem voru á
kjöri Guðmundar af sjónarhóli kirkjunnar. Saga Guðmundar Arasonar …
eptir Arngrím ábóta, bls. 42–43 (21. kap.)
94 Jón Helgason, Kristnisaga, bls. 112.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 141