Saga - 2009, Qupperneq 143
yfirráð yfir stöðum. Um hans daga hófst einnig barátta fyrir bættu
hjúskaparsiðferði á Ís landi.99 krafa kirkjunnar um yfirráð helstu
kirkjueigna, og þar með nokkurt fjárhagslegt sjálfstæði, varð ekki
að veruleika fyrr en í biskupstíð Árna Þorlákssonar (Staða-Árna;
1237–1298, Skálholtsbiskup frá 1269).100
Þorlákur Þórhallsson hafði sérstöðu í hópi embættisbræðra
sinna á 12. öld. Hann var einn menntaðasti Íslendingurinn um sína
daga, hafði verið ábóti í Þykkvabæjarklaustri (1168–1175) og réð
forveri hans í embætti, klængur Þorsteinsson (1102–1176, biskup
frá 1152), mestu um kjör hans, en fram um daga Guðmundar Ara -
sonar voru biskupar almennt valdir af höfðingjum og komu flestir
úr röðum helstu höfðingjaætta.101 Aðrir biskupar sem við sögu
koma á síðari hluta 12. aldar, að Guðmundi frátöldum, voru dæmi-
gerðir fulltrúar höfðingjakirkjunnar og hreyfðu því ekki kröfum
um sjálfstæði kirkjunni til handa. Páll Jónsson, sem tók við bisk-
upstign eftir Þorlák móðurbróður sinn, var þannig dæmigerður fyrir
þá sem halda vildu í forna einingu veraldlegs og andlegs valds.
Sama máli gegnir um eftirmann hans Magnús Gissurarson. Páll var
fulltrúi oddaverja á biskupsstóli en Magnús fulltrúi Hauk dæla og
gættu þeir því hagsmuna höfðingja.102 Ósveigjanleiki Guð mundar
við að framfylgja stefnu sinni hefur líka eflaust valdið nokkru um
að þeir Páll og Magnús forðuðust að hreyfa kirkjupólitískum bar-
áttumálum sem gátu dregið þá inn í deilurnar sem Guð mundur
stofnaði til.103 Brandur Sæmundsson forveri Guðmundar á Hólum,
sem var af ætt oddaverja (og Reynistaðamanna), hafði ekki heldur
hreyft sjálfstæðiskröfum kirkjunnar. Um daga Páls og Brands stóðu
einnig deilur erkibiskups og Sverris Sigurðssonar sem hæst og því
ekki að vænta þrýstings frá Niðarósi um að framfylgja baráttumál-
um gregoríanismans.104 Þeir Þorlákur og Guð mundur urðu því
einir biskupa hér á landi til að fylgja eftir kröfum hinnar alþjóðlegu
kirkju um sjálfstæði gagnvart leikum höfðingjum fram um 1237 og
þar með til að berjast gegn höfðingjakirkjunni. Árangurinn af um -
átök um samband ríkis og kirkju 143
99 Magnús Stefánsson, „kirkjuvald eflist“, bls. 98–104. — Gunnar F. Guð -
munds son, ÍslensktsamfélagogRómakirkja, bls. 34–36.
100 Sama heimild, bls. 84–93.
101 Sama heimild, bls. 26. — Jón Viðar Sigurðsson, „Island og Nidaros“, bls. 127.
102 Sama heimild, bls. 125–126. — Jón Viðar Sigurðsson, „Samskipti íslenskra
biskupa við útlenda yfirboðara á öldum áður“, bls. 503.
103 orri Vésteinsson, TheCritstianizationofIceland, bls. 178.
104 Jón Viðar Sigurðsson, „Island og Nidaros“, bls. 123 og 125.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 143