Saga - 2009, Page 145
aldar og skipti samþykkt kristinréttar Árna Þorláks sonar biskups
(kristinréttar nýja) 1275 miklu máli í því sambandi, en hann áskildi
biskupi dómsvald í öllum málum sem klerkar áttu aðild að.110
kröfur Guðmundar biskups um dómsvald í málum þeirra Ásbjarn-
ar pungs og Skærings Hróaldssonar studdust því ekki við gildandi
lög í landinu heldur hvíldu á almennri stefnu gregorí anismans og
hugsanlega samningum er gerðir voru þegar erkistóll var stofnaður
í Niðarósi og ekki hafði verið beitt til þessa hér á landi.111
Lokaorð
Deilur Guðmundar Arasonar og kolbeins Tumasonar, sem lauk
með svo dapurlegum hætti í Víðinesi í Hjaltadal fyrir réttum 800
árum, voru allt í senn persónulegar og harmrænar, „prinsipíellar“
og kirkjupólitískar. Þar tókust á vinir, venslamenn og trúbræður
sem báðir vildu duga kirkju sinni sem best, hvor á sinn máta.
Spenna tók að magnast milli þeirra Guðmundar og kolbeins
þegar við biskupskjör þess fyrrnefnda, sem reyndist ófús að takast
embættið á hendur og stuðla þar með að auknum ítökum húsbónda
síns á kirkjulegum vettvangi. Ástæður kolbeins fyrir því að vinna
að kjöri Guðmundar geta hafa verið þær sem Sturla Þórðarson
gengur út frá í Íslendinga sögu sinni; þær hafa þá fremur verið póli-
tísks eðlis en kirkjupólitísks, þ.e. að hann hafi viljað tryggja sér völd
yfir klerkum biskupsdæmisins og skjóta þannig nýrri stoð undir
veldi ættar sinnar. Þótt heimildir geti þess ekki má samt benda á að
góðar og gildar kirkjulegar ástæður gátu legið að baki kjöri Guð -
mundar eins og stöðu hans í kirkjunni þegar á þessum tíma var
háttað, en hann virðist hafa gengið næstur biskupum að virðingu.
Hér hefur verið litið svo á að persónulegar ástæður hafi ráðið því
að Guðmundur reyndist ófús að axla vanda og vegsemd biskups-
átök um samband ríkis og kirkju 145
110 Járnsíða og kristinréttur Árna Þorlákssonar. Útg. Haraldur Bern harðs son,
Magnús Lyngdal Magnússon og Már Jónsson. Smárit Sögufélags (Reykja vík
2005), bls. 186–187. — Íslendingasaga, bls. 557 (aftanmálsgr. 20:3). — Magnús
Stefánsson, „Frá goðakirkju til biskupakirkju“, Saga Íslands III. Ritstj.
Sigurður Líndal (Reykjavík 1978), bls. 158–159. — Lára Magnúsar dóttir,
Bannfæring og kirkjuvald. Lög og rannsóknarforsendur (Reykjavík 2007), bls.
320–359.
111 Magnús Stefánsson, „kirkjuvald eflist“, bls. 126. — Guðrún Ása Gríms dóttir,
„Um afskipti erkibiskupa af íslenzkum málefnum á 12. og 13. öld“, bls.
31–32.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 145