Saga - 2009, Page 160
fræðilegum ágreiningi annars vegar og afhjúpun blekkinga hins
vegar. Í grein Þórs Whitehead kemur hvað eftir annað fram að hann
er ekki fær um að gera greinarmun á þessu tvennu. Sé hann ósam-
mála mér um eitthvað, telur hann sig um leið hafa afhjúpað mig
sem sögufalsara. Slíkt viðhorf til fræðilegra ágreiningsefna ber keim
af ofstæki sem er andstæða fræðilegrar umræðu.
Viðauki
Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur á síðustu mánuðum birt
tvær greinar sem hafa meðal annars þann tilgang að leiðrétta fáein
atriði í skrifum mínum um íslenska kommúnista á árum áður. Í
fyrri greininni, „erindrekar kominterns á Íslandi“ (Rannsóknirífélags-
vísindum IX, 2008, bls. 647–658), bendir Hannes á nokkrar prentvill-
ur og misrituð ártöl í bók minni Kæru félagar sem gott er að séu
leiðrétt. einnig bendir hann á að ég hafi rangt fyrir mér um höfund
bréfs sem sent var til Moskvu snemma á þriðja áratugnum og að
fleiri kominternfulltrúar hafi komið til Íslands en fram kemur í bók
minni. kann ég Hannesi bestu þakkir fyrir að hafa gefið sér tíma til
að fara svo nákvæmlega í saumana á þessum málum.
Í síðari greininni, „Í þjálfunarbúðum byltingarmanna. Íslending-
ar í Lenínskólanum og Vesturskólanum í Moskvu“ (Þjóðmál 4 (4),
2008, bls. 70–86), virðist kapp Hannesar H. Gissurarsonar hins vegar
vera meira en forsjáin. Þar segist hann enn vilja leiðrétta „ýmsar
missagnir“ í skrifum mínum, í þetta sinn um flokksskólavist Íslend-
inga í Moskvu á fjórða áratug síðustu aldar. en það einkennilega er
að fyrir utan tvær dagsetningar, spurningu um hvort maður sem
gegnir þingmennsku fyrir flokk hljóti þá að teljast framámaður hans
og ágreining um hvort áherslu beri að leggja á byltingarþjálfun eða
almennt flokksstarf þegar sagt er frá skólum þessum, er engar
athugasemdir við skrif mín þar að finna! Vart getur það heitið
leiðrétting á skrifum mínum að Hannes geti sér þess til að ákveðnir
einstaklingar sem ég taldi ekki í hópi flokksskólanemenda hafi verið
það, enda hvarflar ekki að mér að listi minn sé tæmandi — ekki frek-
ar en listi Hannesar sjálfs yfir þetta fólk. Margt gerir að verkum að
erfitt er að komast að öruggum niðurstöðum um einstaka nemend-
ur þessara skóla, eins og ég hef bent á annars staðar.8
jón ólafsson160
8 Jón Ólafsson, Kærufélagar, bls. 57–58.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 160