Saga - 2009, Page 163
páll björnsson
Bjartsýnisbók í beinni
Sjálfsævisögulegt heimildarrit um forsetatíð
Ólafs Ragnars Grímssonar*
Forseti Íslands — íklæddur dökkbláum jakkafötum, ljósblárri skyrtu,
bláleitu bindi og svörtum skóm — stendur í ótroðinni snjófönn og
horfir glaðbeittur um það bil hálfa leið til himins. engin önnur
mannvera er sjáanleg. Baksviðs flytja leiðslur heitt vatn, gufu -
strókar stíga upp og sólin myndast við að brjótast gegnum skýin.
Þannig tekur hann á móti lesendum framan á kápu bókarinnar Saga
afforseta, sem heimsmaður í heimahögum; þó mætti eitt augnablik
halda að hann hafi verið klipptur inn í landslagið. Þessi óvenjulega
kápumynd er að sumu leyti lýsandi fyrir þær sögur sem Guðjón
Friðriksson segir af Ólafi Ragnari Grímssyni, óhræddum og áhuga-
sömum eldhuganum, forseta sem virðist gagntekinn af því að kynna
Ísland og Íslendinga, forseta sem sýnist óþreytandi að hitta fólk og
stefna fólki saman, forseta sem hvetur erlend stórmenni til að sækja
landið heim og eiga samskipti eða viðskipti við Íslendinga, forseta
sem gjarnan vill leggja málefnum lið eða stinga hugmyndum að
fólki, forseta sem hræðist ekki að stefna hátt. — Af hvaða rótum er
þessi sterka þrá runnin? Því er ekki svarað með afgerandi hætti í
þessari bók; forsetinn hafi einfaldlega ákveðið að vera svona:
Ólafur hefur kosið að vera athafnasamur forseti og verið ósér-
hlífinn og kappsamur við að koma íslenskum hagsmunum á
framfæri. Óteljandi eru þær ferðir til útlanda sem hann hefur
farið í þágu Íslendinga og íslensks málstaðar, þar hefur hann
liðsinnt fyrirtækjum og einstaklingum, hvort sem um er að
ræða fjármálamenn, vísindamenn, íþróttamenn, listamenn eða
ungmenni á villigötum.1
Í TA R D Ó M A R
Saga XLVII:1 (2009), bls. 163–187.
* Guðjón Friðriksson, Sagaaf forseta.ForsetatíðÓlafsRagnarsGrímssonar.Útrás,at-
hafnir,átökogeinkamál.JPV útgáfa. Reykjavík 2008. 608 bls. Mynda- og nafnaskrá.
1 Guðjón Friðriksson, Sagaafforseta, bls. 10.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 163