Saga - 2009, Page 166
Hér er ætlunin að huga að sagnfræðilegu gildi þessa verks. Velta
má því fyrir sér hvort hér sé um nýjung að ræða í íslenskri sagn -
fræði og hvaða aðferðum höfundur beiti í verkinu. og hvernig velur
hann til að mynda úr þeirri mergð heimilda sem til er um þetta
efni? Ber sagan þess merki að vera sögð frá sjónarhóli söguhetj-
unnar? Væri ef til vill réttast að lýsa Söguafforseta sem heimildar-
riti? Fyrst skulum við þó líta á hver var kveikjan að því að höfund-
urinn réðst í þetta verk.
„FífliðáBessastöðum“
ekki fer á milli mála að meira hefur gustað um Ólaf Ragnar Gríms -
son en nokkurn annan forseta lýðveldisins. Nægir þar að nefna þá
ákvörðun hans að vísa fjölmiðlalögunum í þjóðaratkvæði sumarið
2004. Það hversu umdeildur Ólafur hefur verið á forsetaferli sínum
speglast ef til vill skýrast í orðunum „fíflið á Bessastöðum“, sem
Halldór Blöndal viðhafði um Ólaf Ragnar í hópi ókunnugra í setu-
stofu gistihúss í kaupmannahöfn í mars 2004 (bls. 307). Halldór var
þá forseti Alþingis og þar með einn af handhöfum forsetavalds.
Atvik af þessu tagi segir auðvitað margt um viðhorf Halldórs til
for setans og forsetaembættisins, en dregur ekki síður fram í dags-
ljósið andrúmsloft átaka og kergju.
Ferill Ólafs Ragnars hefur raunar allur einkennst af sviptingum.
Sem ungur maður varð hann þekktur fyrir framgöngu sína í stjórn-
málum og eftir nokkurt flokkaflakk komst hann til æðstu metorða
í Alþýðubandalaginu á níunda áratugnum. Hann naut þó aldrei
mikillar hylli kjósenda. Það breyttist hins vegar þegar hann til-
kynnti framboð sitt til forseta lýðveldisins snemma árs 1996 og
vann sannfærandi kosningasigur. Tólf árum síðar, rúmlega hálfu
ári fyrir bankahrunið mikla, naut hann sem forseti stuðnings yfir-
gnæfandi meirihluta þjóðarinnar. Ýmis viðhorf hans virðast einnig
hafa tekið breytingum. Sem þingmaður átti hann það til að gagn -
rýna útrásarfyrirtæki harðlega, einkum Hafskip, en sem forseti
sneri hann við blaðinu og hóf að styðja slík fyrirtæki. einkalíf hans
páll björnsson166
www.stjornmalogstjornsysla.is/index.php?option=com_content&task=view
&id=400, skoðað 3. febr. 2009; Jóhann Hauksson, „Liðinn tíðarandi nútímans“,
DV 4:4 (2008), bls. 14; Þórdís Bachmann, „klappstýra útrásarinnar, Þjóðmál
vetur 2008, bls. 91–95. Á meðan Jón Ólafsson talar um ást Guðjóns til forsetans
sem rauðan þráð í bókinni, segir Þórdís: „Davíð oddsson og samskiptin við
hann eru eins konar rauður þráður í þessari bók“ (bls. 92).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 166