Saga - 2009, Page 167
hefur ekki síður verið fréttnæmt, meðal annars vegna fráfalls fyrri
konu hans, Guðrúnar katrínar, og sambands hans við Dorrit Mous -
sa ieff, síðari eiginkonu sína.
Forseti með slíkan feril að baki hlýtur að vera freistandi sögu-
efni fyrir Guðjón Friðriksson, sagnfræðinginn og rithöfundinn sem
í meira en aldarfjórðung hefur þefað uppi umtalaða íslenska karl-
menn og gert þeim skil í viðamiklum verkum með eftirtektar-
verðum hætti.7 Hér mætti nefna ævisögur Jónasar frá Hriflu, einars
Benediktssonar, Jóns Sigurðssonar forseta og Hannesar Hafsteins.
Með skrifum sínum um Ólaf Ragnar rær Guðjón þó á ný mið að því
leyti að ólíkt áðurnefndum herramönnum er forsetinn á lífi.
Tildrögin að ritun þessarar bókar er annars merkileg fyrir þá sök
að það var forsetinn sjálfur sem gaukaði þeirri hugmynd að
Guðjóni Friðrikssyni í ársbyrjun 2006, eftir að hafa flutt hádegisfyrir -
lestur hjá Sagnfræðingafélagi Íslands, að skrifa bók um útrásina
svokölluðu. Í stað slíks rits ákvað Guðjón að semja þá bók sem hér
liggur fyrir þar sem sjálfur forsetaferill Ólafs Ragnars væri lagður
til grundvallar. Raunar má þó segja að útrásin svokallaða, ekki
aðeins á sviði fjársýslu og fjárfestinga heldur einnig á vettvangi vís-
inda, lista og vöruframleiðslu, skipi veigamikinn sess í bókinni.
Auk þess er bókin sjálf að hluta afkvæmi bankaútrásarinnar vegna
þess að fjárstuðning við ritun hennar sótti höfundur til bankanna
umsvifamiklu sem þjóðnýttir voru í október 2008.8
Sú staðreynd að forsetinn skuli hafa stungið upp á því við
Guðjón að hann skrifaði bók um útrásina fær lesandann til að
spyrja sig hver tengsl þeirra tveggja hafi verið áður en samvinna
þeirra við þetta verk hófst. Í bókinni kemst lesandinn síðan að því,
meira fyrir tilviljun, að Guðjón hafi verið blaðamaður á Þjóðviljan-
um undir ritstjórn Ólafs Ragnars (bls. 35). ekkert kemur þó fram
um það að þeir hafi þekkst náið. Til þess að lesandinn þyrfti ekki að
bjartsýnisbók í beinni 167
7 Guðjón hefur til dæmis þrisvar sinnum fengið Íslensku bókmenntaverðlaunin
í flokki fræðibóka og bóka almenns efnis: Árið 1991 fékk hann þau fyrir bókina
Saga Reykjavíkur — bærinn vaknar, árið 1997 fyrir fyrsta bindið af ævisögu
einars Benediktssonar og loks árið 2003 fyrir síðara bindið af ævisögu Jóns
Sigurðssonar. Þar að auki hefur hann verið tilnefndur til verðlaunanna þrisvar
sinnum.
8 Guðjón vildi þó ekki gefa upp hve há styrkupphæðin var, enda er ekki hefð
fyrir svo nákvæmri upplýsingagjöf meðal fræðimanna og rithöfunda. Sjá Vef.
„Bankarnir komu að forsetabókinni“: www.visir.is/article/20081201/FReTTIR
01/723058413/0&SearchID=73350237324710, skoðað 3. febr. 2009.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 167