Saga - 2009, Page 168
spyrja sig hve mikil tengslin milli höfundar og söguhetju hafi verið
á liðnum áratugum, hefði farið vel á því að fjalla sérstaklega um
þau.9 Í þessari bók væri slík upplýsingagjöf sérlega mikilvæg vegna
þess hve umdeild söguhetjan er.
Heimildirnaroghöfundurinn
Þótt Sagaafforseta og ævisögur Guðjóns séu um margt ólíkar er ljóst
að þær eiga að minnsta kosti eitt sammerkt: Höfundur þarf í öllum
tilfellum að vinna og vinsa úr heimildum. Lítum til dæmis á mest
notuðu heimildina í forsetasögunni, viðtöl Guðjóns við Ólaf
Ragnar. Fram hefur komið að Guðjón eigi fimmtán til tuttugu
klukkutíma af uppteknum viðtölum við hann.10 Þar fyrir utan eru
öll viðtölin sem hann tók við annað fólk, nánar tiltekið fjörutíu
nafngreinda einstaklinga, auk viðtala við þá sem neituðu að koma
fram undir nafni.11 Fjölmargar aðrar heimildir eru notaðar, til að
mynda tímarit, allt frá Séðogheyrt til ForeignAffairs.12 Úr þessum
mikla hafsjó hefur þurft að velja — og væntanlega hafna flestu.
Frammi fyrir slíkri áskorun standa auðvitað allir sem vilja skrifa
verk af þessu tagi. Samt er það svo að langar tilvitnanir í viðtöl,
einkum við forsetann, eru stundum látnar bera uppi textann. Hér
má þekkja handbragðið úr fyrrnefndum ævisögum Guðjóns þar
sem langar tilvitnanir í gömul sendibréf, tímaritsgreinar og annað
efni fá að njóta sín.
Athyglisvert er að sem sögumaður er Guðjón Friðriksson sýni-
legri í Söguafforseta en þeim verkum sem hann hefur áður skrifað.
Hér talar hann jafnvel um eigin reynslu eða vísar til einhvers sem
páll björnsson168
9 Í eftirmála bókarinnar segist Guðjón hafa þekkt Ólaf Ragnar síðan 1966, en
hér hefði mátt kveða skýrar að orði (bls. 566).
10 „Dularfullar njósnir í London“, Morgunblaðið 21. nóv. 2008, bls. 8. — Þessar
upptökur eru mikilvægar sögulegar heimildir og því væri mjög æskilegt ef
hægt væri að varðveita þær á opinberu safni.
11 Til dæmis sagði ónafngreindur þingmaður Sjálfstæðisflokksins Guðjóni að
Davíð oddsson væri stjórnlyndur maður (bls. 316). Hér stígur Guðjón fram
eins og fjölmiðlamaður sem vill vernda heimildamann sinn. Að minnsta kosti
eru engar upplýsingar um þetta viðtal í heimildaskrá, ekki einu sinni hvenær
það var tekið.
12 Sumar heimildir Guðjóns myndu flestir fræðimenn forðast, þar á meðal hinn
höfunda- og ritstjórnarlausa alfræðiorðavef Wikipedia (bls. 91). Alltíðar tilvís-
anir í Morgunblaðið varðandi þróun á sviði alþjóðamála eru einnig á mörkum
þess að vera fræðilega ásættanlegar.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 168