Saga - 2009, Page 175
helstu embættisverk Ólafs Ragnars frá síðustu aldamótum.23
Listinn sýnir, eins og bók Guðjóns, að núverandi forseti hefur verið
iðinn við að sækja fundi, ráðstefnur, íþróttamót, listviðburði og svo
mætti áfram telja, bæði hérlendis og erlendis, auk allra þeirra boða
og viðburða sem fóru fram á Bessastöðum. Listinn lýsir einnig mik-
illi ásókn í að hitta Ólaf Ragnar — að fá áheyrn hjá honum eins og
konungum áður fyrr. Þetta er athyglisvert í ljósi þess að hann, ólíkt
ráðherrum þessa lands, ræður ekki yfir neinum sjóðum.24 Bók
Guðjóns er ekki einföld endursögn á því sem finna má á vefsíðu
embættisins, því að hann leggur megináherslu á þróun tengsla -
netsins og að setja hlutina í samhengi; það getur forsetavefsíðan
ekki gert, þótt henni hljóti að vera ritstýrt.
Vissulega hefði Guðjón mátt leggja meiri vinnu í greiningu nets-
ins, en hann lætur fljóta með ummæli annarra um hversu víðfeðmt
það sé, ummæli sem reyndar er ekki hægt að sannreyna. Til að
mynda segir hann: „Fyrr um sumarið [2006] hafði George Bush
eldri komið til laxveiða á Íslandi í boði Ólafs og orra Vigfússonar
og þótti mörgum sambönd forseta Íslands í Bandaríkjunum með
ólíkindum“ (bls. 254–255). Hverjir þessir „margir“ eru kemur ekki
fram. Þá segir á öðrum stað: „Ónefndur forystumaður bandarísks
atvinnulífs lét svo um mælt í einkasamtali árið 2006 að hvaða
bandarískt stórfyrirtæki sem væri mundi borga Ólafi Ragnari millj-
ónir dollara ef hann opnaði þeim þann aðgang sem hann hefði að
Indlandi og raun kína líka“ (bls. 259). Hverjum hinn ónefndi mað -
ur sagði þetta er ekki ljóst.
Hvað sem öllu líður þá tekst Guðjóni að styðja þá fullyrðingu
sína með margvíslegum dæmum, að „[e]nginn Íslendingur fyrr eða
síðar“ hafi haft eins öflugt tengslanet og Ólafur Ragnar. Hvernig
hann hefur síðan notað þetta mikla tengslanet er svo allt önnur og
umdeildari saga, eins og komið verður að hér á eftir. Fyrst skulum
við víkja að mati Guðjóns á valdsviði forsetaembættisins.
bjartsýnisbók í beinni 175
23 Sjá www.forseti.is. Upplýsingagjöf forsetaembættisins af þessu tagi er til mik-
illar fyrirmyndar.
24 yfir sjóðum ráða hins vegar ráðherrar í ríkisstjórnum og því leita fjölmargir
einstaklingar, stofnanir og félög til þeirra í von um fjárstyrk. Fróðlegt væri, nú
á tímum uppgjörs og kaflaskila í sögu lýðveldisins, ef birtar yrðu allar fjár-
veitingar sem ráðherrar hafa samþykkt á síðustu árum og áratugum.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 175