Saga - 2009, Page 176
Forsetaembættiðeflist
Þessi bók er „innlegg í umræðu um forsetaembættið …“ (bls. 10)
vegna þess að víða veltir Guðjón upp spurningunni hve valdamikill
forseti Íslands eigi að vera.25 Hann minnist á valdatíma fyrri forseta,
þar á meðal kristjáns eldjárns og Vigdísar Finn bogadóttur, og
hvernig þau brugðust við gagnrýni með því að láta minna fyrir sér
fara. Þótt bók Guðjóns sé vissulega mikilvægt innlegg í um ræðuna
um embættið tengir hann sínar athuganir samt ekki við allar helstu
rannsóknir á þessu sviði.26 Afstaða Guðjóns til vald sviðs forsetans er
annars skýr: Hann telur að embættið sé langt frá því að vera valda-
laust og talar í því samhengi um hið „upphafna hlutleysi forseta-
embættisins“ (bls. 82). Þá er hann ekki í vafa um að málskotsréttur
forsetans sé í gildi og segir að hugsunin með stjórnarskránni 1944
hafi „vafalaust einmitt [verið] sú að dreifa valdinu og auka jafnvægi
í samfélaginu …“ (bls. 88); sú túlkun á stjórnarskránni sem vefengi
þennan rétt sé „einstrengingsleg“ (bls. 89).
Guðjón bendir einnig á, einkum með því að rekja dæmi, hvernig
viðhorfin til forsetaembættisins hafi breyst í forsetatíð Ólafs Ragn -
ars, hvernig hann hafi í raun eflt sjálfstæði embættisins, ekki aðeins
með því að virkja málskotsréttinn heldur einnig vegna þess að
hann „skipulagði ferðir sínar, átti fundi með valdamönnum erlend-
is og tók eigin ákvarðanir um liðsinni við íslenskt viðskiptalíf og
menningu án þess að bera það fyrst undir utanríkisráðuneytið eða
önnur ráðuneyti“ (bls. 193).27 Þessi þróun leiddi til átaka sem koma
páll björnsson176
25 eftir útkomu bókarinnar áréttaði Guðjón þetta í blaðagrein: „ennfremur er að
mínu mati í bókinni gagnrýnin úttekt á eðli og valdsviði forsetaembættisins
og hlutverki þess í lýðræðisþjóðfélagi, auk þess rækileg úttekt á aðdraganda
hinna miklu breytinga sem urðu á viðskiptalífi Íslendinga á nýrri öld og póli-
tískt yfirlit.“ Guðjón Friðriksson, „Um „lofræðu“ mína“, Morgunblaðið 22. des.
2008, bls. 44.
26 Það vekur til dæmis athygli að bók Guðna Th. Jóhannessonar, Völundarhús
valdsins.Stjórnarmyndanir,stjórnarslitogstaðaforsetaÍslandsíembættistíðKristj-
ánsEldjárns,1968–1980 (Reykjavík 2005), skuli ekki vera nýtt. Hins vegar ber
að geta þess að heimildaskrá Guðjóns er ekki sérlega löng, sem aftur undir-
strikar þá áherslu sem hann leggur á munnlegar heimildir. Þó fjallar hann all-
nokkuð um hugmyndir Svans kristjánssonar um svokallað tvíveldi forseta og
Alþingis (bls. 88).
27 Ólafur Ragnar lýsir stefnubreytingunni svo: „Forsetaembættið vinnur stund-
um með Útflutningsráði í sambandi við heimsóknir til annarra landa en stund-
um með einstökum fyrirtækjum, eftir því hvað hentar hverju sinni“ (bls. 276).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 176