Saga - 2009, Page 178
komið fram.30 Það hefði til dæmis gefið þessari bók meiri dýpt að
fjalla ítarlega um þá hugmyndafræði sem birtist í erindinu og um
viðbrögðin við fyrirlestrinum. Sigurður Gylfi Magnússon sagn -
fræð ingur skrifaði til að mynda um fyrirlesturinn í veftímaritið
Kistuna og gagnrýndi Ólaf fyrir að rekja útrásina til einstakra hæfi-
leika Íslendinga, en forsetinn tíndi sérstaklega til tíu eiginleika, þar
á meðal atriði eins og vinnusemi, áræði og sköpunargáfu. Sigurður
Gylfi undraðist þá „grunnhyggni“ sem birtist í „skjallinu“ um „út -
rás ar liðið“. Hann taldi að ræða forsetans væri „pólitísk ræða“ og að
hann skipaði sér í flokk svokallaðra „nýkapítalista“, fólks sem hafi
„verið á sveimi um heiminn allt frá síðari hluta níunda áratugar-
ins.“ Síðan þá hafi „þessi lýður“ leikið lausum hala, ruðst inn í
rótgróin fyrirtæki og splundrað þeim og að lokum gengið út með
„ofsagróða“.31 Fyrir þremur árum þóttu þetta hörð ummæli og
greinilega of hörð til þess að Guðjón treysti sér til að taka þau með
í bók sína. Hin sögulega framvinda hefur hins vegar gert þau frek-
ar meinlaus.
Í hverju fólst þetta starf forsetans? ekki er hægt að segja annað
en að Guðjón geri því góð skil í bókinni. Hann rekur rætur hinnar
svokölluðu útrásar og staldrar við atriði eins og Lánasjóð íslenskra
námsmanna, menntasprenginguna kringum 1970, aðildina að evr -
ópska efnahagssvæðinu 1993, einkavæðingu bankanna 1998–2003
og fall fyrirtækjasamsteypa eins og „kolkrabbans“ og SÍS-veldisins.
Hann rekur hvernig liðkað var fyrir fjármagnsflutningum milli
landa þannig að auðveldara varð fyrir íslenska aðila að fjárfesta
erlendis. Þar með höfðu skapast aðstæður fyrir svokallaða útrás
fyrirtækjanna. Guðjón leggur mikla áherslu á það nýnæmi sem
fólst í þessu og þá umbyltingu sem varð á íslensku samfélagi. Hann
talar jafnvel um „íslenska efnahagsundrið“ (bls. 474) og „mesta
blóma skeið Íslandssögunnar“ (bls. 565). Í bókum sínum um sögu
Reykja víkur fjallar Guðjón um stórstígar breytingar á áratugunum
kringum aldamótin 1900. Fróðlegt hefði verið að fá umfjöllun um
muninn á útrás fyrirtækjanna undanfarin ár og iðnbyltingunni ís -
lensku, þegar gífurlegur útflutningur á saltfiski lagði grunninn að
páll björnsson178
30 Vef. Ólafur Ragnar Grímsson, „Útrásin: Uppruni — einkenni — Framtíðar -
sýn“: www.forseti.is/media/files/06.01.10.Sagnfrfel.pdf, skoðað 3. febr. 2009.
31 Vef. Sigurður Gylfi Magnússon, „„Við“ erum frábær!“, Kistan 10. jan. 2006:
www.kistan.is/Default.asp?Sid_Id=28002&tre_rod=002|&tId=2&FRe_ID=3
9395&Meira=1, skoðað 3. febr. 2009.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 178