Saga - 2009, Page 184
Velta má því síðan fyrir sér að hve miklu leyti sú stefna Ólafs
Ragnars Grímssonar, sem nefnd var hér að framan, að liðsinna fyrir -
tækjum í markaðssókn þeirra erlendis sé séríslenskt fyrirbæri. Af
bókinni að dæma hefur talsverð orka forsetans og einhverjir fjár-
munir embættisins farið í þessa viðleitni. Í viðtali eftir útkomu bók-
arinnar sagði Guðjón: „Ég held að þjóðhöfðingjar annarra landa
hafi verið mjög mikið í því að liðsinna kaupsýslumönnum landa
sinna á erlendri grundu.“35 Talsvert er til í þessu því að nánast öll
ríki heims hafa beitt afli sínu til að liðka fyrir eða koma á viðskipta-
samböndum, hvort sem það hefur verið gert með viðskiptaskrif-
stofum, utanríkisþjónustunni eða heimsóknum æðstu ráðamanna.
en til þess að lesendur Guðjóns gætu áttað sig betur á þessu þjón-
ustuhlutverki við fyrirtæki, sem forseti Íslands hefur tekið að sér,
hefði einmitt verið til bóta að fjalla með völdum dæmum um það
hvernig þeim málum er háttað í nágrannalöndum.36
Forsetaembættiðogfjármögnunverkefna
Þessi bók er einnig „innlegg í umræðu um forsetaembættið …“
vegna þess að Guðjón sýnir vel hvernig Ólafi Ragnari hefur tekist
að framkvæma ýmsar af hugmyndum sínum með því að sækja fjár-
magn til einkaaðila, það er fyrirtækja og sjálfseignarstofnana. Hann
hefur til dæmis átt frumkvæði að auknu samstarfi ríkja og stofnana
um umhverfismál, endurnýjanlega orku og hagsmuni norðurslóða.
kunnasti afraksturinn af því er líklega Rannsóknaþing norðursins
(Northern Research Forum). Við fjármögnum þess beitti Ólafur
Ragnar aðferðum sem hann lærði innan vébanda PGA: Hann út -
veg aði veglega styrki frá Ford- og Carnegie-stofnununum (bls. 221).
Þá má nefna að í byrjun árs 2004 stóð forsetaembættið, í samvinnu
við fjölmarga aðila, að viðamikilli dagskrá í New york um málefni
norðurslóða. Ólafur Ragnar fékk þá Alcan, sem meðal annars rekur
álverið í Straumsvík, til að leggja fram umtalsvert fé (bls. 233–234).
Þá má nefna frumkvæði Ólafs Ragnars að stofnun Íslensku
menntaverðlaunanna árið 2005 en þar fékk hann sparisjóðina til að
vera fjárhagslegur bakhjarl verðlaunanna (bls. 380). og Ólafur Ragn -
páll björnsson184
35 „Heiðurinn að veði. Viðtal við Guðjón Friðriksson“, Fréttablaðið 23. nóv. 2008,
bls. 12.
36 Í einu af viðtölum Guðjóns við kaupsýslumann kemur þó fram að Helmut
kohl tók sem kanslari Þýskalands gjarnan fulltrúa þýsks viðskiptalífs með sér
í opinberar heimsóknir (bls. 17).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 184