Saga - 2009, Page 191
tíma (1979) og andmælti mjög.3 Þær hafa verið kallaðar stórsögur
eða frumsögur á íslensku og felast í eins konar túlkunarrömmum,
t.d. framfarahyggju og þróunarkenningu, sem leggja fyrirfram
línur um það í hvaða samhengi túlka eigi niðurstöður fjölsögu-
rannsókna. Þær eru, eins og Úlfhildur Dagsdóttir hefur orðað það,
„stefnu vitar sögunnar, túlkunarlíkön sem móta sjálfsskilning fólks,
störf þess og stefnu og alla þróun sögunnar inn í heildarmynd sem
er undanþegin gagnrýni [og] er sjálfgefið viðmið.“4
Svar Sigurðar Gylfa við þessum vanda var það að skora á sagn -
fræðinga að ástunda einsögu en með öðrum hætti en gert hafði
verið, þ.e. með því sem hann kallaði einvæðingu sögunnar. Í mín -
um huga er margt óljóst um þessa aðferð en hún felst meðal annars
í því að gefa gaum hinum smæstu atriðum. eða eins og höfundur
hefur sjálfur sagt: „Það er einmitt hið flókna samband mannskepn-
unnar við umhverfi sitt sem gerir það nauðsynlegt að smækka skal-
ann svo við föllum ekki í þá freistni að einfalda sambönd milli
fólks, fyrirbæra og atburða.“ (Bls. 124 í Sögustríði). Mikilvægast er
að skera á tengsl við fjölsögurannsóknirnar til þess að losna við
áhrif stórsagnanna, þ.e. að rannsaka án fyrirfram gefinna skoðana
um samhengi sögunnar. Í samræmi við þetta hefur höfundur lagt
mikla rækt við notkun persónuheimilda og rannsóknir nemenda
hans hafa líka meira eða minna byggst á slíkum heimildum.5 Þá má
ekki gleyma heimildaútgáfum sem höfundur og nemendur hans
hafa staðið að í ritröðinni Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar.6 Í
um sögustríð sigurðar gylfa … 191
3 Hún varð einkum þekkt í kjölfar þýðingar á ensku, sjá Jean-François Lyotard,
The Postmodern Condition. A Report on Knowledge. Þýð. Geoff Bennington og
Brian Massuni (Minneapolis 1984).
4 Úlfhildur Dagsdóttir, „Sæborgir og sílikonur eða femínismi og póstmódern-
ismi“, Kynlegirkvistir.TíndirtilheiðursDagnýjuKristjánsdótturfimmtugri. Ritstj.
Soffía Auður Birgisdóttir (Reykjavík 1999), bls. 108.
5 Margar greinar eftir nemendur höfundar er að finna í ritgerðasafninu Einsagan
– ólíkar leiðir frá 1998 og afmælisritinu Íslenzk menning frá 2007. einnig má
benda á rannsóknir Davíðs Ólafssonar.
6 Auk þeirra bóka sem höfundur hefur gefið þar út (Bræður af Ströndum.
Dagbækur,ástarbréf,almennbréf,sjálfsævisaga,minnisbækurogsamtíningurfrá19.
öld. Reykjavík 1997, og Kraftbirtingarhljómurguðdómsins.Dagbók, sjálfsævisaga,
bréfogkvæðiMagnúsarHj.MagnússonarskáldsinsáÞröm. Reykjavík 1998) vil ég
benda á bréfasafnaútgáfur Sigrúnar Sigurðardóttur (Elskulegamóðirmín,systir,
bróðir, faðir og sonur. Reykjavík 1999) og ernu Sverrisdóttur (Orð af eldi.
BréfasambandÓlafarSigurðardótturáHlöðumogÞorsteinsErlingssonaráárunum
1883–1914. Reykjavík 2000).
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 191