Saga - 2009, Side 193
Þátttaka þessara kennara fannst honum líka enn undarlegri í ljósi
þess að erlendis hefðu sagnfræðingar upp til hópa snúið baki við
þessum almennu yfirlitsritum og hafnað þeim vegna ágalla þeirra.
Þetta stuttorða ágrip um þróun fræðimannshugsunar bókarhöf-
undar er baksviðið og grundvöllurinn að ritdeilunum sem hann átti
við aðra fræðimenn eftir 2000, einkum þá Loft Guttormsson, pró-
fessor við kennaraháskóla Íslands, og Gunnar karlsson, prófessor
við Háskóla Íslands. Hér á eftir tek ég upp kenningu höfundar um
einvæðingu sögunnar og rýni nánar í hana.
Einvæðingsögunnar
Ritsmíðar höfundar hafa á seinni árum aðallega beinst að innan -
búðarmálum sagnfræðinga nú um stundir, þ.e. yfirlitsritunum,
hinni meintu íslensku sögustofnun, íslensku söguendurskoðun-
inni, dómnefndarálitum, sjálfsbókmenntum, umræðunni á Gamma -
brekku (póstlista sagnfræðinga), ádeilunni á erlenda félagssögu -
fræðinga og fleiru. Hann hefur því ekki haldið sérstaklega fram
kenningunni um einvæðingu sögunnar. Því má spyrja sig hvort
bókin hafi eitthvað nýtt að færa fram um einvæðingarkenninguna,
ekki síst vegna þess að höfundur hefur að mínu mati hvergi skýrt
þessa rannsóknaraðferð nægilega vel.8 Því er fljótsvarað að um ein -
væðingarkenninguna er fátt eða ekkert nýtt í frumsamda efninu í
Sögustríði eftir því sem ég fæ séð.
Í ágripinu af þroskaferli höfundar sem fræðimanns hér framar
kom fram að hann vildi girða fyrir áhrif stórsagna á einsögu með
því að afnema tengingar á niðurstöðum einsögurannsókna við al -
mennu söguna. Í því fólst einvæðingin. en hvernig átti þetta ná -
kvæm lega að gerast? Helsta útskýringin á þessu er í lok greinar-
innar frá 2000 í Molumogmyglu:
um sögustríð sigurðar gylfa … 193
Sögustríð, „einsaga eða þroskasaga?“, Morgunblaðið:Lesbók 7. júlí 2007, bls. 3. Í
grein Jóns yngva Jóhannssonar, „Ég er ekki fótgönguliði …: Sögustríð eða
samræða?“ í Morgunblaðinu:Lesbók 19. maí 2007, bls. 12, er gagnleg umræða um
hugtökin bókmenntastofnun og sögustofnun.
8 Höfundur útskýrði ýmsar hugmyndir sínar um heimildaútgáfur og hvernig
sagnfræðingar eigi að lesa merkingu úr texta þeirra í grein árið 2002, en þar var
ekki fjallað um ýmsa aðra þætti sagnfræðirannsókna sem óljóst er hvernig höf-
undur hugsar sér. Sjá „Að kasta ellibelgnum. Hugmyndafræði sagnfræðilegrar
heimildaútgáfu“, 2. íslenska söguþingið 30.maí— 1. júní 2002: Ráðstefnurit II.
Ritstj. erla Hulda Halldórsdóttir (Reykjavík 2002), bls. 144–159.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 193