Saga - 2009, Page 194
Hún felur í sér að beina sjónum inn á við og rannsaka ná -
kvæm lega þætti og drætti í atburðum og fyrirbærum sem við
kjósum að gera að umtalsefni. Þar er hugmyndin sú að áhersl-
an geti aldrei orðið önnur en á efnið sjálft sem er undir smá-
sjánni … einvæðingin snýst með öðrum orðum um að finna
leið til að rannsaka viðfangsefni í eigin röklegu og menningar-
legu samhengi og leitast þannig við að aftengja „manngerða“
hugmyndapakka stórsagnanna. (Bls. 124 í Sögustríði).
ef þessi orð eru skilin bókstaflega og án stuðnings af öðru væri
hægt að segja að íslenskar sagnfræðirannsóknir séu meira eða minna
í anda einvæðingarinnar. Ég held a.m.k. að flestir reyni að rannsaka
sitt viðfangsefni í „eigin röklegu og menningarlegu samhengi“ og
án áhrifa af stórsögum eða öðrum hugmyndakerfum (ídeólógíum).
Mig grunar þó að fá verk sleppi í gegnum nálarauga höfundar þeg -
ar kemur að áhrifum stórsagna, vegna þess að hann sjái víða um -
merki þeirra í sögutúlkunum, og þó svo væri þá er ef til vill spurn-
ing hvort efni þeirra sé nægilega „í eigin röklegu og menningarlegu
samhengi“. Um það hefur höfundur enga lýsingu gefið né tiltekið
dæmi svo ég viti til. Hvað sem því líður viðurkennir höfundur á
einum stað, þar sem hann ræðir stórsögurnar, að ekki sé „hlaupið
að því að stinga undir stól vísindalegum viðmiðum akademíunnar,
leikreglum fagsins, og hefja leikinn með hreint borð“. (Bls. 125 í
Sögustríði). Þetta hef ég skilið svo að hafna verði öllum eldri sagn -
fræðirannsóknum meira eða minna til að vera örugglega laus við
áhrif stórsagnanna.
Ljóst er af öllu að höfundur telur nauðsynlegt að einvæðing sé
stunduð á grundvelli persónuheimilda en spurning er hvort hann
vill einskorða sig við þær eða hafa sem uppistöðu einungis. ef marka
má ritsmíðar höfundar síðustu ár í þessu efni þá virðist áherslan á
notkun persónuheimilda ekki útiloka notkun annarra heimilda.9
en höfundur réttlætir það trúlega með því að þungamiðjan í heim-
ildunum séu persónuheimildir. Samkvæmt þessu virðist kjarni
halldór bjarnason194
9 Ég bendi einkum á grein hans, „Sársaukans land. Vesturheimsferðir og íslensk
hugsun“, Burt—ogmeirenbæjarleið:DagbækurogpersónulegskrifVesturheims-
faraásíðarihluta19.aldar. Davíð Ólafsson og Sigurður Gylfi Magnússon tóku
saman, Sýnisbók íslenskrar alþýðumenningar 5 (Reykjavík 2001), bls. 13–69 og
grein þeirra Davíðs Ólafssonar, „Barefoot historians. education in Iceland in
the modern period“, Writingpeasants: Studiesonpeasantliteracyinearlymodern
Northern Europe. Ritstj. klaus-Joachim Lorenzen-Schmidt og Bjørn Poulsen
(kerteminde 2002), bls. 175–209.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 194