Saga - 2009, Page 195
málsins þá sá að rannsaka eigi hvert efni „á grundvelli einstakling-
anna“, þ.e. með heimildum frá þeirra hendi til að sjónarmið þeirra
gleymist ekki, en leyfilegt sé að nota aðrar heimildir jafnframt.
ef það er rétt ályktað, að með einvæðingu vilji höfundur í raun
að sagnfræðingar hafi persónuheimildir sem aðaluppistöðuna í
rannsóknum sínum, þá vaknar sú spurning hvort höfundur telji að
persónuheimildir leyfi okkur rannsóknir á hvaða efni sem er. Um
það höfum við eftirfarandi vísbendingu frá höfundi:
einvæðingin kemur ekki í veg fyrir rannsóknir á fyrirbærum
eins og formgerð samfélagsins. Formgerðarrannsóknirnar verða
aðeins að fara fram á grundvelli einstaklinganna sem voru
hluti af rammanum sem hún myndaði en ekki á forsendum
fyrir fram gefinna hugmynda fræðimannsins um formgerð sem
lúta lögmálum stórsögunnar. (Bls. 124 í Sögustríði).
Í framhaldinu tekur höfundur „virkni dómstóla“ sem dæmi um
efni sem sagnfræðingar vildu athuga með einvæðingaraðferðinni
og segir:
ef við viljum … rannsaka fyrirbærið á sínum eigin forsendum
verðum við að leitast við að nálgast þá sem komust í snertingu
við dómstólana. Munurinn er ef til vill sá að í hefðbundnum
fjölsögulegum rannsóknum gerum við ráð fyrir að tilteknar
kvíar skipti máli og þvingum rannsóknina í mót þeirra. Í ein-
sögurannsókn sem fylgir einvæðingarferlinu gerum við frekar
ráð fyrir að vitnisburður einstaklinganna hafi áhrif á hvaða
kvíar verða fyrir valinu og hvernig við meðhöndlum þær. (Bls.
124 í Sögustríði).
Í mínum augum er ógerlegt að rannsaka hvaða efni sem er á full-
nægjandi hátt efeingönguerunotaðarpersónuheimildir, þ.e. bréf, dag-
bækur, sjálfsævisögur og annað slíkt efni. Í sama streng hafa fleiri
sagnfræðingar tekið, t.d. Loftur Guttormsson og Peter Stearns.10
Takmarkanir sem hljótast af þessu sjást vel ef hugsað er til viðfangs -
efna og tímabila þar sem fáar eða engar persónulegar heimildir
hafa varðveist. Á þá að hætta að rannsaka slík efni og tímabil eða
nota það sem tiltækt er, opinberar heimildir sem höfundur virðist
lítt hrifinn af? eru t.d. lagafyrirmæli ótæk af því að þau fela í sér
um sögustríð sigurðar gylfa … 195
10 Loftur Guttormsson, „Smátt og stórt í sagnfræði. Athugasemdir í tilefni af
einsöguskrifum Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings“, Skírnir 175
(haust 2001), bls. 452–471. — Peter N. Stearns, „Debates about Social History
and its Scope“, Sögustríð, bls. 18.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 195