Saga - 2009, Page 204
ákveð inna hópa væru sinn hvor hluturinn …“. en þetta er ekki eina athug-
unarefnið hér, heldur hitt að ottó lítur á pólitíkog stjórnmálsem eitthvað
tvennt ólíkt. Beinast liggur við að skilja hann þannig að hagsmunabarátta
stétta eða atvinnugreina geti verið pólitík en ekki stjórnmál. Það kemur
hins vegar ekki vel heim við annað sem höfundur vitnar til í þessum sama
kafla. Alþýðublaðið gamla sagði til dæmis í fyrsta tölublaði árið 1906 (71):
„Pólitík mun blaðið sneiða hjá svo sem hægt er og varaststranglegaflokka-
drátt.“ Annars staðar virðist orðið stórpólitíknotað líkt og Alþýðublaðið notar
pólitík. Þegar Verkamannafélagið Dagsbrún var stofnað, líka árið 1906, var
„stórpólitík“ bönnuð á fundum félagsins og varðaði refsingu ef pólit ískur
keimur var af máli manna (71). Aftur á móti sagði Verkma nnablaðið sjö
árum síðar, að gefnu tilefni (71): „Barátta jafnaðarmanna og verkamanna er
stórpólitík í fyllstu merkingu orðsins.“ Þar er komið inn á hugsunarbrautir
sem munu okkur skiljanlegri, og má segja að verka lýðs stéttin sé að ryðja
sér til rúms á þeim vettvangi sem kallaðist pólitík. Það tor skilda er hins
vegar það, sem var í fyrsta dæmi mínu, hvaða munur taldist vera á stjórn-
málum og pólitík. Þetta er ekki stórt atriði en hefði þó verið ómaksins vert
að gefa því svolítið meiri gaum. Ég held að lausnin sé kannski sú að með
orðinu stjórnmál hafi ottó N. Þorláksson meint það sem við köllum stjórn-
skipunarmál, baráttu um það hvernig ætti að koma stjórn Íslands fyrir í
danska konungsveldinu. eitthvað svipuð er líklega sú merking sem
Alþýðublaðið leggur í orðið pólitík árið 1906.
Þjóðerni
Nú er enn eftir að tala um eitt grundvallarhugtak bókarinnar, sjálft þjóð -
ernishugtakið. Undirtitill bókarinnar er Þjóðerniogíslenskverkalýðsstjórnmál
1901–1944.Höfundur tekur sér ekki eingöngu fyrir hendur að fjalla um
þjóðernisstefnu, þjóðerniskennd eða þjóðernisvitund heldur um þjóðerni
sem slíkt. Hér er kastað eins víðri nót og hægt er, og hvergi í ritgerðinni er
lagt niður skipulega hvað geti falist í hugtakinu þjóðerni í þessu sambandi.
Nokkrum sinnum er vikið að þjóðernishugtökum almennt. Það mikilvæg-
asta er líklega sagt á bls. 18 neðanmáls. Þar segir að íslenskt þjóðerni sé það
að vera Íslendingur og vísi til sjálfsmyndar þeirra sem telji sig íslenska.
Þessi sjálfsmynd, íslenskt þjóðerni, verði til fyrir áhrif frá íslenskri þjóðern-
isstefnu eða íslenskri þjóðernisorðræðu. „Glíma kommúnista (og annarra
hópa) við íslenskt þjóðerni er þá í senn glíma við þjóðernislega sjálfsmynd
sína, þjóðernislega sjálfsmynd annarra Íslendinga og við íslenska þjóðern-
isstefnu.“ Þarna er líka, á bls. 19, sagt að í bókinni sé gengið út frá forsend-
um módernista í þjóðernisrannsóknum og vísað til þekktra fræðinga eins
og ernests Gellner, erics Hobsbawm og Benedicts Anderson, auk Íslend-
inganna Guðmundar Hálfdanarsonar, Sigríðar Matthíasdóttur og Ragn -
heiðar kristjánsdóttur. Á bls. 21 er hugtakið pólitískþjóðernisstefna notað og
skilgreint neðanmáls eftir Gellner og með tilvísun til hans. Næstum 200
gunnar karlsson204
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 204