Saga - 2009, Qupperneq 206
lega, þá hefir hver einstaklingur svo mikið að missa, að þjóðin fyrr líður
undir lok, en að hún láti erlent vald undiroka sig“. Líka má nefna að
Alþýðuflokksmenn reyndu á tímabili að taka forystu í stefnunni á ís -
lenskt lýðveldi (164–166, 258–259). Sósíalistaflokksmenn voru meðal
áköfustu hraðskilnaðarmanna á síðustu árum tímabilsins og einar ol geirs -
son hélt því þá fram að þjóðir ættu samkvæmt eðli máls ævinlega rétt á
að stofna algerlega sjálfstæð ríki, hvað sem öllum samningum liði (303–
304).
4. Vísanir til þjóðarsögu Íslendinga í pólitískum málflutningi hafa óneit-
anlega eitthvað þjóðernislegt í sér. en þær geta samt verið margvíslegar
og skipað sér í andstæðar afstöður til menningararfsins. Í öðrum armi
má nefna það þegar verkafólk var brýnt til dáða í Alþýðublaðinu gamla
árið 1906 með því að segja (77) að Íslendingar, „afkomendur stórhuga
víkinga sem mátu frelsi, sjálfstæði, dug og drengskap ofar öllu öðru“
megi „ekki sitja hjá og horfa á þennan bardaga aðgerðalausir“. Á allt að
því gagnstæðan hátt var vísað til þjóðarsögunnar í MinningarheftiRjettar
umþúsundáraríkiyfirstjettaáÍslandi árið 1930, þar sem Ingólfi Arnarsyni
var meðal annars velt úr sessi sem fyrsta landnámsmanni Íslands og
þrællinn Náttfari settur í stað hans (231–233). Ég trúi ekki öðru en að
margir hafi litið á slíkt og annað svipað sem helgispjöll og algera and -
stæðu þjóðrækni.
Merkilegast í þessu sambandi er þó að það komu upp margs konar
millistig á milli þessara andstæðna og á einu þeirra stóð Sósía lista -
flokkurinn, undir fræðilegri forystu einars olgeirssonar, árið 1944. Þá
var því til dæmis haldið á lofti, samkvæmt endursögn doktorsefnis
(313), „hvernig íslenskir höfðingjar hefðu svikið þjóðina, komið sér vel
við hið erlenda vald og aðstoðað það við „kúgun landslýðsins“.“ Sama
afstaða kom fram á sögusýningu lýðveldishátíðarinnar 1944, þar sem
einar olgeirsson réð líka mestu um túlkunina. Íslenska þjóðveldið var
kynnt sem stéttskipt og Skúli Thoroddsen var settur á stall sem þjóðhetja
í augljósri ögrun við Hannes Hafstein og þá sem töldu sig pólitíska arf-
taka hans (321–322). en það var til dæmis aldrei gengið svo langt að
velta Jóni Sigurðssyni af stalli. Þvert á móti reyndu bæði kratar og
komm ar, og einkum kommar þegar fram í sótti, að tengja sig við hann
með því að halda því fram að verkalýðsbaráttan væri 20. aldar framhald
af þjóðfrelsisbaráttu hans (159, 163, 272, 322nm, 324, 328, 333). Þessi
blanda af ögrun við söguarfinn og beitingu hans fyrir vagn sinn finnst
mér afar áhugaverð og hefði vel getað hugsað mér að höfundur hefði
greint hana nánar en gert er.
5. Loks telur höfundur það til hins þjóðernislega þegar talsmenn verkalýðs
ryðja sér til rúms í samfélaginu og gera beint eða óbeint kröfur til þess
að teljast til þjóðarinnar, jafnvel þótt þeir geri það ekki á annan hátt en
þann að kalla þá sem þeir tala fyrir fremur alþýðu en verkafólk (51–60,
82, 96–97, 147). Á þessu er gerð verulega athyglisverð könnun í bókinni
gunnar karlsson206
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 206