Saga - 2009, Síða 208
verkafólki, hvar draga ætti víglínuna.“ Í öðru lagi var „spurningin um
hvaða leiðir og aðferðir ætti að fara í baráttunni fyrir sósíalísku þjóðfélagi.“
Þriðja atriðið var „afstaðan til utanríkismála“. Auðvitað má segja að allt
þetta hafi snert framtíð íslenska þjóðríkisins af því að hér var þjóðríki. en
það hefði snert framtíð samfélagsins alveg án tillits til þess hvort eitthvað
var til í því sem mátti kalla þjóðerni. Hér er þjóðernishugtakið teygt of
langt.
Ofkannaðogvankannað
Þetta síðasta atriði skarast við það sem ég kem að núna: að mér finnst of
stór hluti ritgerðarinnar fjalla um annað en þjóðerni. Sagan af átökum og
keppni sósíaldemókrata og kommúnista tekur sums staðar svo gersamlega
yfir að langir kaflar koma án þess að þjóðerni komi þar við sögu svo að
heitið geti. Ég hef hér einkum í huga þrjá hluta bókarinnar. Fyrst eru um 16
blaðsíður á bls. 131–147 um Alþýðuflokkinn á árunum áður en kommún -
ista flokkurinn var stofnaður, 1918–30, fylgi hans eða fylgisleysi, stöðu í
sam félaginu og afstöðu til annarra flokka. Í öðru lagi eru um 20 blaðsíður,
bls. 178–199, í fimmta kafla, um kommúnismann fram að stofnun komm -
ún istaflokksins, þar sem lítið er talað um nokkuð þjóðernislegt. Loks vil ég
nefna um 20 blaðsíður framan af sjöunda kafla, bls. 249–269, um báða verka -
lýðsflokkana á árunum 1930–42. Ég meina ekki að óþarft sé að segja frá
stöðu og þróun flokkanna í meginatriðum, en það er gert á nánast alveg
sama hátt og sagt er frá því sem kemur verulega inn á þjóðernið, nákvæm-
lega og með löngum tilvitnunum til frumheimilda. Þetta verður til þess að
lesandi getur hálfpartinn gleymt því að bókin eigi að vera eitthvað þrengra
en almenn saga verkalýðsflokkanna, og þegar svo er komið fer það að
stinga í stúf þegar nánast ekkert er sagt frá klofningi Alþýðuflokksins og
stofnun Sósíalistaflokksins 1938.
Annað efnisatriði sem mér finnst ofgert við líka er sagan af andúð
sveitasamfélagsins á þéttbýlisbúum á síðari hluta 19. aldar, einkum á bls.
37–47. Það er líka nauðsynlegt í samhengi bókarinnar að láta þetta koma
fram, en er orðin helst til of margsögð saga til þess að þurfi að segja hana
í doktorsritgerð og styðja heimildum eins nákvæmlega og hér er gert. Svo
dæmi sé tekið er hér notuð klausa úr greinargerð með frumvarpi, sem var
flutt og samþykkt á Alþingi árið 1887, um húsmenn og þurrabúðarmenn
(41). en sami texti, og heldur meira af honum reyndar, var notaður í
námsbók okkar Braga Guðmundssonar fyrir framhaldsskóla, Upprunanú-
tímans, sem kom út árið 1988, fyrir rúmum tveimur áratugum.2 Það hefði
nægt að segja frá þessari stöðu fátækra þéttbýlisbúa á einni til tveimur
blaðsíðum.
gunnar karlsson208
2 Bragi Guðmundsson og Gunnar karlsson, Uppruni nútímans. Kennslubók í
Íslandssögueftir1830 (Reykjavík 1988), bls. 67–68.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 208