Saga - 2009, Qupperneq 210
ný ættarnöfn, sýnilega í því skyni að vernda sérkennilegt íslenskt þjóðar-
einkenni. Jón Baldvinsson, fulltrúi Alþýðuflokksins í allsherjarnefnd neðri
deildar og eini Alþýðuflokksmaðurinn á þingi þá, skrifaði undir minni-
hlutaálit í nefndinni þar sem segir:4 „Rjett væri að afnema öll ættarnöfn
með lögum, en af því að engin von er um, að það nái samþykki Alþingis í
þetta sinn, verður að láta sjer nægja að banna að taka þau upp hjer eftir.“ Í
þessu máli skipar Alþýðuflokksmaðurinn sér í hóp róttækustu, eða íhalds-
sömustu, þjóðernissinna. Þetta segir ef til vill ekki mikið eitt sér, og ég veit
ekki hve miklu frekari könnun á afstöðu þingmanna til einstakra mála
hefði skilað, en það hefði verið ómaksins vert að prófa.
DanavináttaAlþýðuflokksmanna
Doktorsefni er oftast varkárt í dómum um menn og málefni, kannski helst
til of varkárt stundum. Ályktanir eru að jafnaði traustar, finnst mér, og
ekki áberandi að fremur sé tekin afstaða með öðrum armi sósíalistahreyf-
ingar innar en hinum. Þó finnst mér höfundur á einum stað óþarflega af -
dráttarlaus í túlkun sinni. Sumarið 1918, meðan samninganefndir Dana og
Íslendinga sátu að samningum í Reykjavík um stöðu Íslands í konungs-
veldinu, samþykkti fulltrúaráð Alþýðuflokksins ályktun þar sem lagt var
til að Danir og Íslendingar hefðu sameiginlegan ríkisborgararétt í því
sambandsríki þeirra sem var verið að koma á laggirnar. Hálfum mánuði
síðar, um leið og viðræðunum um sambandsmálið lauk, skrifaði stjórn
Alþýðu flokks ins danska Sósíaldemókrataflokknum bréf og bað um 15
þúsund króna lán til að hleypa af stað útgáfu dagblaðs. Ólafur R. einars -
son sagði frá þessu í grein í Sögu árið 1978, án þess að halda nokkru fram
um tengsl á milli þessara tveggja ákvarðana flokksforystunnar.5 en í bók
sinni, Gullnu flugunni, 1987, dró Þorleifur Friðriksson það fram að fjár -
stuðningurinn hafði borist í tal við forystumenn danskra sósíaldemókrata
áður en Al þýðu flokkurinn samþykkti ályktun sína. Því taldi Þorleifur rök
til að halda „að samband væri á milli afstöðu íslenskra jafnaðarmanna í
sambandsmálinu og danskra fjárframlaga.“ Þó sagði hann það ekki af -
dráttarlaust sann að. Sömuleiðis benti Þorleifur á að slíkur fjárstuðningur
gæti ekki talist óeðlilegur frá sósíaldemókrataflokki eins lands til annars
því að hreyfing sósíalista taldi sig eina og óskipta eftir landamærum
ríkja.6
Doktorsefni leggur nokkuð mikla áherslu á að afneita því að fjárvon frá
Dönum hafi ráðið nokkru um ályktun Alþýðuflokksins. Hún setur upp
gunnar karlsson210
4 Alþingistíðindi1925. A (Reykjavík 1925), bls. 547–548 (þskj. 292).
5 Ólafur R. einarsson, „Sendiförin og viðræðurnar 1918“, SagaXVI (1978), bls.
61–64.
6 Þorleifur Friðriksson, Gullna flugan. Saga átaka í Alþýðuflokknum og erlendrar
íhlutunarumíslenskstjórnmálíkraftifjármagns(Reykjavík 1987), bls. 19.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 210