Saga - 2009, Side 211
sakleysissvip og segir (119): „höfum við engar haldbærar vísbendingar um
annað en að flokkurinn hafi, eins og Jón Baldvinsson sagði, einfaldlega
viljað stuðla að lausn málsins.“ Þetta verður að teljast fremur tortryggilegt,
ekki síst vegna þess að Alþýðuflokksmenn voru meira hikandi að birta
samþykkt sína opinberlega en að gera hana og senda samninganefndinni.
Ályktunin var samþykkt með 12 atkvæðum gegn engu en fjórum hjásetum
(eða með 12 atkvæðum gegn fjórum eins og segir í annarri heimild), en birt-
ing hennar var samþykkt með aðeins eins atkvæðis mun, átta atkvæðum
gegn sjö (118–120). Það er eins og fulltrúaráðsmenn hafi haft tilfinningu um
að þeir væru að gera eitthvað ljótt. enda hefði verið óeigingjarnara en svo
að auðvelt sé að ímynda sér, að þeir hafi getað tekið afstöðu til ályktunar
sem skipti svo augljóslega máli fyrir danska sósíaldemókrata án þess að
leiða hugann að fjárbeiðni sinni.
Halda má áfram með þetta efni og giska á að fjárhagsstaða Alþýðu -
flokksins hafi kannski átt einhvern þátt í því, sem er rakið í ritgerðinni
(164–166, 258–259), þegar Alþýðuflokksmenn tóku forystu í því, seint á
árinu 1927 og áfram til 1931, að vilja stofna lýðveldi á Íslandi umsvifa-
laust í trássi við sambandslagasamninginn, sem leyfði ekki uppsögn fyrr
en eftir lok árs 1943. Það vildi svo til að Alþýðuflokkurinn hafði gengið í
Alþjóða samband sósíaldemókrata á árinu 1926 og fengið ríflegan fjár -
stuðning í framhaldi af því, 50 þúsund danskar krónur. Meirihluti þess
fjár kom að vísu frá Dönum en rúmlega þriðjungur frá öðrum löndum.
Samkvæmt því sem Þorleifur Friðriksson rekur leitaði flokkurinn ekki
eftir fjárstuðningi frá útlöndum í næstum áratug eftir þetta.7 Auðvelt er
að túlka þetta þannig að flokkurinn hafi verið að reyna að reka af sér
slyðruorð í þjóðernismálum með því að tefla fram stefnunni á lýðveldi.
Mér sýnist líka að lýðveldisstofnun hafi kannski verið sérstakt áhugamál
Héðins Valdi marssonar, og hann kom ekki inn á Alþingi fyrr en 1927. en
ekki virðist fráleitt heldur að giska á að eftir fjársöfnunina 1927 hafi flokk-
urinn loksins þóst þess fjárhagslega umkominn að sýna sjálfstæði sitt
gagnvart Dönum.
Lokaorð
Aðeins skal ítrekað í lokin að mér finnst ritgerðin prýðilega unnin. Hún er
ekki skrifuð af neinni sérstakri mælsku eða listrænum tilburðum. Þótt höf-
undur fjalli í talsvert löngu máli um viðbrögð sósíalista við Alþingis -
hátíðinni 1930 stillir hann sig til dæmis um að tilfæra langskemmtilegustu
lítilsvirðinguna á henni. Alþingishátíðarkantata Halldórs Laxness er að
vísu nefnd (244) en dýrleg lýsing Halldórs á hátíðinni sjálfri er ekki til-
færð:8
andmæli 211
7 Þorleifur Friðriksson, Gullnaflugan, bls. 25–32.
8 Halldór kiljan Laxness, Kvæðakver. Þriðja útgáfa (Reykjavík 1956), bls. 75.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 211