Saga - 2009, Blaðsíða 213
rósa magnúsdóttir
Nýja Ísland — óskaland
Doktorsritgerð sú sem hér er til umfjöllunar fjallar ekki bara um nýtt fólk
heldur einnig um stóra drauma: drauma um nýtt samfélag, nýtt líf og nýtt
land. Tilvitnanirnar tvær í upphafi ritsins, um nýtt fólk, eru fengnar frá
fræg um vinstrimönnum og skáldum, Sigurði einarssyni í Holti og Þórbergi
Þórðarsyni, sem létu báðir til sín taka í hreyfingu vinstrimanna á fyrri hluta
tuttugustu aldar. Draumurinn um endurskipulag íslensks samfélags varð
mörgu skáldinu efni í ljóð á þessum tíma og frægt er ákall Jóhannesar úr
kötlum til hinnar eldgömlu Ísafoldar: „Viltu ekki umbreyta — í æsku —
öllu hinu þreytta og sjúka og vonlausa? — Viltu ekki nýtt fólk, — nýtt líf —
nýtt vor um strendur þínar, dali þína?“
Sú sem hér stendur hefur m.a. í rannsóknum sínum einbeitt sér að
menningarstarfi íslenskra kommúnista. Þar fóru fremstir í flokki margir af
helstu rithöfundum Íslands, sem áttu auðvelt með að festa í orð hugmyndir
um breytta samfélagsgerð eða „ríki verkamannsins“ — oft á svo eftir-
minnilegan hátt að hugmyndir þeirra um framtíðarskipulag samfélagsins
hafa jafnvel fengið meiri athygli en alþýðan — sá hópur eða sú stétt sem átti
að njóta góðs af framtíðarlandinu.
Doktorsefni beinir hins vegar sjónum okkar að íslenskum verkalýð og
þeim stjórnmálahreyfingum sem stofnaðar voru í nafni hans á Íslandi:
Alþýðuflokki, kommúnistaflokki Íslands og Sameiningarflokki alþýðu –
Sósíalistaflokki. Hér er áherslan á sjálfsmynd og stjórnmálaorðræðu ís -
lenskra verkamanna eins og hún birtist í viðhorfum þeirra til tveggja ólíkra
strauma, þjóðernisstefnunnar og sósíalismans. Nýja Ísland síðustu aldar er
hér til umræðu, nýtt fólk er alþýðan íslenska sem bæði var þjóðernissinnuð
og aðhylltist alþjóðlegan kenningargrundvöll kommúnismans.
Ragnheiður kristjánsdóttir hefur lagt fram vandaða doktorsritgerð, á
því leikur ekki nokkur vafi, og við Gunnar karlsson höfum nú þegar við
þriðja mann, Guðna Th. Jóhannesson, skrifað undir að rannsóknin muni
verða eitt af grundvallarritum íslenskrar stjórnmála- og verkalýðssögu 20.
aldar. Hún er lipurlega skrifuð og gerir víðfeðmu efni góð skil. en ég er
ekki hingað kölluð til að hlaða Ragnheiði lofi heldur til að eiga við hana
samræður um verkið og vonandi jafnvel fá hana til að hugsa öðruvísi um
það en hún hefur gert hingað til.
Aðferðogfrumleiki
Þegar best lætur setja doktorsritgerðir fram einhverjar nýjar upplýsingar
byggðar á áður óaðgengilegum heimildum. oftast er það einkenni doktors -
ritgerða að höfundar þeirra hafa lagt í miklar frumrannsóknir og geta því
andmæli 213
Saga XLVII:1 (2009), bls. 213–221.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 213