Saga - 2009, Page 214
fært eitthvað nýtt fram um efnið sem rannsakað er. Þetta hefur t.d. verið
helsta einkennið á rannsóknum um kommúnismann síðan skjalasöfn
opnuðust fyrir tæplega tuttugu árum, eins og doktorsefni segir réttilega frá.
Óprentaðar og áður óaðgengilegar heimildir eru í minnihluta í doktorsrit-
inu, sem aðallega styðst við prentaðar heimildir. Íslenskir fræðimenn hafa
áður grisjað skjalasafn Alþjóðasambands kommúnista, komintern, í
Moskvu og þau einkaskjalasöfn og handritasöfn íslensk sem hér er stuðst
við hafa flest verið aðgengileg í nokkurn tíma. Það er því fátt um upphróp -
anir í doktorsritinu, en það telst þó alls ekki til galla. Sagnfræðirannsóknir
þurfa ekki endilega að setja fræðaheiminn — og stundum samfélagið allt —
í uppnám.
Þessi orð mín ber heldur ekki að skilja sem svo að doktorsritið hafi
ekkert nýtt fram að færa. Doktorsefni hefur stundað heilmiklar frumrann-
sóknir og leitað víða fanga í heimildaöflun og hér er það aðferðafræðin og
rannsóknarspurningarnar sem beina athygli okkar að nýjum atriðum í
sögu verkalýðshreyfingarinnar. eins og Gunnar karlsson hefur rakið vel
hér á undan, lagði vinstrihreyfingin á Íslandi mikla áherslu á þjóðernislega
orðræðu og það kann að koma mörgum á óvart hversu vel kommún ista -
flokknum (síðar Sósíalistaflokknum) tókst að aðlaga alþjóðlegar kenningar
sósíalismans þjóðernishugmyndum — og hversu miklu betur kommúnist-
um tókst að höfða til þjóðernisvitundar Íslendinga en Alþýðuflokks -
mönnum. Fyrir utan þessar niðurstöður felst nýnæmi rannsóknarinnar sér-
staklega í aðferðafræðilegri nálgun; sjálfsmynd og orðræða eru ekki hugtök
sem allajafna hafa átt greiða leið inn í íslenska stjórnmálasögu og ég mun
því hefja samræður við doktorsefni í dag um gildi þessarar nálgunar.
Í sem víðustum skilningi má flokka rit Ragnheiðar sem stjórnmálasögu
og verkalýðssögu, en í hefðbundinni verkalýðssögu hefur leiðarstefið snú-
ist um það sem ekki varð: Af hverju tókst ekki að mynda verkalýðshreyf-
ingu með sterka stéttarvitund sem gat innleitt nýjar félagslegar og stjórn-
málalegar hefðir? Skrif um verkalýðssögu voru þannig oft miðuð að þeirri
óskhyggju að kenningin um sameiginlega hagsmuni stétta þvert á hags-
muni þjóða eða annarra hópa gengi upp.1
Hér má strax benda á að sjónarhorn doktorsefnis, þ.e. að skoða áhrif
íslensks þjóðernis á verkafólk og stjórnmálahreyfingar þess, brýtur upp
þessa hefðbundnu nálgun á ferskan hátt. eins og doktorsefni bendir á, náði
nýja verkalýðssagan — eitt afsprengi félagssögunnar — ekki mikilli út -
breiðslu á Íslandi og því hefur saga íslensku verkalýðshreyfingarinnar
sjaldan verið sögð út frá sjónarhóli verkamanna; lítið sem ekkert hefur birst
um menningarlíf og gildismat verkamanna á Íslandi en áherslan verið á
„sögu verkalýðsfélaganna, verkalýðssamtakanna og verkalýðsflokkanna“
(35). Með tilkomu félagssögulegrar nálgunar í verkalýðssögu var það þó
rósa magnúsdóttir214
1 Lenard R. Berlanstein, Rethinking LaborHistory. Essays onDiscourse andClass
Analysis(Urbana, 1993), bls. 5.
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 214