Saga - 2009, Síða 215
ekki bara sjónarhornið sem breyttist heldur varð einnig breyting á að ferð -
um: sagnfræðingar fóru að tileinka sér aðferðir úr öðrum hugvísindum sem
og félagsvísindum. Verkalýðssagan hefur ekki farið varhluta af þessari þró -
un og sjá má aukna áherslu á orðræðugreiningu í nýjustu rannsóknum af
því tagi erlendis.
Doktorsefni fetar hér aðallega í fótspor breska sagnfræðingsins Gareth
Stedman Jones, sem sneri baki við þeirri hefðbundnu marxísku túlkun að
óánægja með efnisleg gæði ýti undir stéttavitund, túlkun sem nýja verka -
lýðssagan breytti ekki í grundvallaratriðum en Stedman Jones færði fyrir
því rök að það væru stjórnmálin sem mótuðu stéttavitund en ekki félags-
legar aðstæður sem mótuðu verkalýðsstjórnmálin; til að skilja stjórnmála-
hegðun verkalýðsins yrði að greina orðræðu hans.
Aðferðafræði doktorsefnis, orðræðugreining, hefur ekki mikið verið
not uð í íslenskri sagnfræði og um leið og það er lofsvert að kynna nýja
aðferðafræði (eða gamla — eftir því hvernig á það er litið) fyrir Íslending-
um, þá býður valið einnig upp á gagnrýni. Við mína eigin doktorsvörn
sagði einn andmælenda að inndregnar, beinar tilvitnanir væru öruggasta
leiðin til þess að missa athygli lesenda. Nú dreg ég ekki í efa að íslenskir
lesendur þessa verks muni, eins og við andmælendur, lesa hvert orð sam-
viskusamlega enda eru tilvitnanir vel valdar, en mikið af löngum beinum
tilvitnunum og nákvæmri framvindugreiningu fékk mig til að hugsa um
orðræðugreiningu eins og henni er beitt í ritinu. Þannig sýnist mér doktors -
efni leggja hugtökin orðræða og umræða að jöfnu; talað er um að Vísirmarki
upphaf skipulegrar stjórnmálaumræðu nýs hóps í íslensku þjóð fél agi (49),
einnig um stjórnmálaorðræðu íslenskrar verkalýðshreyfingar (329), stjórn-
málaorðræðu flokksins (332) og orðræðu komintern (327) svo einhver
dæmi séu nefnd, en mætti ekki líka tala um samræðu og skoða þá betur
viðtökuþáttinn, þ.e. hvernig íslenskur verkalýður brást við þeirri sjálfs -
mynd sem orðræða (eða umræða) leiðtoganna lýsti? Í síðari hluta ritsins
finnst mér nálgunin heldur þynnast og aðferðin bera meiri keim af hefð -
bundinni stjórnmálasögu — fullmikið ber á því að sagt sé frá umræðum í
miklum smáatriðum, ólíkum skoðunum stillt upp, án þess að farið sé al -
mennilega í saumana á því hvernig tungumálinu var beitt í þágu valdsins
og hvaða utanaðkomandi þættir, aðrir en þjóðernisstefna og stundum
alþjóðahyggja, höfðu áhrif á sjálfsmynd alþýðunnar.
Hér er nefnilega orðræðugreining notuð til að greina pólitískar sjálfs-
myndir byggðar á þjóðerni. Þó að í ritinu sé tekið fram að greindar séu
þrenns konar sjálfsmyndir: sjálfsmyndir sem lesa má úr þjóðernisorðræðu
Íslendinga (aðallega vinstrimanna), sjálfsmynd íslensks verkafólks og
pólit ísk sjálfsmynd stjórnmálahreyfinganna sem um ræðir, þá finnst mér
sjálfsmyndin sem þarna birtist oft einsleit og spyr hvort hún hefði ekki
orðið fjölbreyttari hefðu heimildir verið notaðar á markvissari hátt. Auð -
vitað skiptir samhengið alltaf máli, en það skiptir einnig máli hvern verið
er að ávarpa og í ritinu er sjálfsmynd íslensks verkafólks nær alltaf túlkuð
andmæli 215
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 215