Saga - 2009, Síða 220
Að lokum langar mig til að velta því hér upp hverju doktorsefni þyrfti að
breyta til að gera ritið aðgengilegt erlendum lesendum, en ég tel einsýnt að
allir þeir sem áhuga hafa á kommúnisma, verkalýðssögu, alþjóðahreyfingu
kommúnisma og þjóðernishyggju hefðu bæði gagn og gaman af rannsókn
Ragnheiðar. Augljóslega þyrfti hér mun betri útlistun á sérstökum aðstæð -
um á Íslandi, síðbúinni þéttbýlismyndun og umfjöllun um sjálfstæðisbar-
áttuna allt frá 19. öld. eftir nánari umhugsun held ég líka að rannsóknin
yrði helst áhugaverð fyrir útlendinga ef meiri áhersla yrði lögð á einhvers
konar samanburð við önnur lönd. ef Ragnheiður tæki róttækari afstöðu en
hún gerir hér gæti hún til dæmis haft heilmikið fram að færa í umræðum
um samfylkingarstefnuna, 1935–1939, þar sem afstaða komintern til þjóð -
ernishugmynda mildaðist til muna. Sérstaða Íslands getur þannig varpað
nýju ljósi á þróun alþjóðahyggjunnar og ég tel rannsóknina eiga fullt erindi
við erlenda fræðimenn. Ég vona að Ragnheiður muni leitast eftir að koma
niðurstöðum hennar á framfæri í erlendum tímaritum eða jafnvel í bók.
NýjaÍslandog21.öldin
Þegar ég skrifaði þessi orð í Árósum var ég í aðra röndina að fylgjast með
stjórnarskiptum á Íslandi. Ég minnist á þau hér því að við erum eiginlega
komin í heilan hring frá þeim tíma íslenskra verkalýðsstjórnmála sem
Ragn heiður fjallar um. Fyrsta konan í forsæti fyrir ríkisstjórn Íslands er ekki
aðeins jafnaðarmaður, hún er þar að auki barnabarn Jóhönnu egilsdóttur,
frægrar baráttukonu verkalýðsins.
Mér varð einnig hugsað til þeirra fjölmörgu fræðimanna sem héldu því
fram að hrun kommúnismans og það sem kallað var sigur frjálshyggjunn-
ar og styrkur þjóðlegrar sjálfsmyndar, umfram sjálfsmynd sem byggðist
fyrst og fremst á stétt, hefði sýnt fram á að verkalýðurinn væri ekki til stór -
ræðanna sem hreyfiafl breytinga.5 Nú, þegar nýfrjálshyggjan er hrunin,
ímynd Íslendinga hefur beðið hnekki á alþjóðlegum vettvangi og sjálfs-
myndin er í molum, er áhugavert að fylgjast með því hvert hreyfiafl breyt-
inganna á nýja Íslandi verður. Í kjölfar bankahrunsins kallar pólitísk og
samfélagsleg orðræða á Íslandi eftir nýju gildismati; við sjáum róttækar
hugmyndir um breytingar á samfélaginu, á þjóðskipulaginu öllu, og talað
er um endurheimt lýðræðisins og lýðveldisbyltingu á Íslandi.6
eru þess ekki greinileg merki að almenningur (þ.e. venjulegt launafólk)
skilgreini sig nú í andstöðu við auðmenn og útrásarvíkinga (þ.e. eignar-
haldsfélögin) og sjálfsmyndin sé þarafleiðandi að einhverju leyti byggð á
nýfundinni stéttarvitund? eitthvað er svo líka á reiki í nútímaumræðunni
hver hin eiginlega íslenska þjóð sé, samanber túlkun á orðum fyrrverandi
rósa magnúsdóttir220
5 Sjá t.d. Lenard R. Berlanstein, RethinkingLaborHistory,bls.5.
6 Sjá t.d. Vef. www.lydveldisbyltingin.is og www.nyttlydveldi.is
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 220