Saga - 2009, Page 223
Þóra kristjánsdóttir, MyND Á ÞILI. ÍSLeNSkIR MyNDLISTARMeNN
Á 16., 17. oG 18. ÖLD. JPV útgáfa og Þjóðminjasafn Íslands. Reykjavík
2005. 179 bls. Myndir, útdráttur á ensku, mannanafnaskrá, myndaskrá,
verkaskrá.
„Menningarsögulegur fjársjóður“ heitir lokakaflinn í bók Þóru kristjáns -
dóttur og er það á margan hátt viðeigandi yfirskrift yfir verkið í heild. Hér
er rakin saga íslenskrar myndlistar á öldunum eftir siðbreytingu, fjallað um
nafnkunna listamenn og verk þeirra dregin fram í dagsljósið. Í inngangi er
fjallað almennt um íslenska listasögu, fyrri rannsóknir og eldri viðhorf á
því sviði. Meginhluti bókarinnar skiptist í þrennt: Siðskiptalist og íslenskir
endurreisnarmenn 1530–1640 er fyrsti hluti, Tengslin við heimslistina 1640–
1740 er annar hluti og þriðji hlutinn nefnist Nýir straumar á síðari hluta 18.
aldar. Bókin er afrakstur áratugalangrar vinnu höfundar við Þjóðminjasafn
Íslands, þar sem henni var falið að skrá og rannsaka gripi í kirkjum lands-
ins. Hún bar þessa gripi síðan saman við gripi sem til eru í Þjóðminjasafni
og komst fljótt að raun um að í geymslum þess var „mikinn fjársjóð að
finna“ (10). Í bókinni er gerð grein fyrir þeim listamönnum sem þekktir eru
með nafni og gripir sem öruggt er að þeir hafi gert bornir saman við gripi
sem ekki er vitað hverjir eru höfundar að. Þá er reynt að veita eins miklar
upplýsingar og unnt er um þá listamenn sem þekktir eru með nafni. Sú
viðleitni verður til þess að bókin er ekki eingöngu listasaga heldur miklu
fremur menningarsaga, því að oft eru áhugaverð tengsl við íslenska hand-
rita-, bókmennta- og kirkjusögu. ein merkasta niðurstaða bókarinnar er að
listastarfsemi á Íslandi hafi verið mun fjölbreyttari en menn hafa talið
hingað til og fjarri lagi að hún hafi einskorðast við orðsins list, eins og oft
hefur verið haldið fram. Um leið er dregið skýrt fram að listgreinar tengd-
ust saman og blómstruðu innan ákveðinna fjölskyldna — hjá hinni lærðu
embættismannastétt sem var nátengd kirkjunni.
Bókin hefst á tilvitnun í Sigurð Guðmundsson málara, sem hélt því
fram að málaralistin hefði „farið á hausinn sem almenn íþrótt hér á landi
eftir siðaskiptin“ (9). ætla má að þetta viðhorf sé enn nokkuð almennt, en
bók Þóru kristjánsdóttur leiðir annað í ljós. Í ágætri samantekt aftast í bók-
inni kemur fram að varðveittir eru gripir eftir á annan tug Íslendinga sem
uppi voru á 16., 17. og 18. öld og „ættu að eiga tilkall til listamannsnafns“
(135). Auk þeirra voru ýmsir sem fengust við myndlist þótt verk þeirra séu
R I T D Ó M A R
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 223