Saga - 2009, Page 226
bókar hvaða handrit um er að ræða en vissulega er það bót í máli að á
næstu síðu er mynd af titilsíðu handritsins með ítarlegum upplýsingum í
myndatexta.
Jón Ásgeir sá um hönnun bókar og kápu. er útlit hennar mjög fallegt,
fjöldi mynda prýðir hana og kallast á við textann. Litmynd er á hverri opnu
og segja má að myndir og texti skapi saman áhrifamikla heild. enginn vafi
er á því að bókin er mikill fengur öllum sem hafa áhuga á íslenskri menn-
ingarsögu á öldunum eftir siðbreytingu. Bók Þóru fyllir upp í ýmsar menn-
ingarsögulegar eyður, tengir saman persónur, listaverk og staði og gefur
skýrari mynd af íslensku menningarástandi fyrri alda en áður hefur verið
gert. Stíllinn er líflegur, lýsingar á smáatriðum listaverka upplýsandi og
áhugavekjandi. Myndáþili opnar nýja vídd íslenskrar lista- og menningar-
sögu. Bókin er vel skrifuð, framsetningin einkennist af þekkingu og fræði -
mennsku en jafnframt er hún afar aðgengileg öllum áhugasömum lesend-
um.
MargrétEggertsdóttir
æTTARTÖLUSAFNRIT SÉRA ÞÓRÐAR JÓNSSoNAR Í HÍTARDAL.
I–II. Guðrún Ása Grímsdóttir annaðist útgáfuna. Ritröð stofnunar
Árna Magnússonar í íslenskum fræðum 70. Stofnun Árna Magnús -
sonar í íslenskum fræðum. Reykjavík 2008. 1012 bls. Textaútgáfa, skrár,
ritgerð.
Sjötugasta bókin í ritröð Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum
er tveggja binda og rúmlega 1000 blaðsíðna verk sem ber titilinn Ættar-
tölusafnritséraÞórðarJónssonaríHítardal. Segja má að meginhöfundar þess
séu tveir, annars vegar presturinn Þórður Jónsson (um 1609–1676) og hins
vegar menningarsögufræðingurinn Guðrún Ása Grímsdóttir, rannsóknar -
prófessor á handritasviði Stofnunar Árna Magnússonar. Við þetta má svo
bæta nafni Ingvars Stefánssonar cand. mag. sem hóf að vinna að útgáfu á
ættartölum Þórðar á sjöunda áratug síðustu aldar, en hann lést frá því verki
ókláruðu árið 1971.
Þórður Jónsson fæddist í Hítardal, þar sem faðir hans var þjónandi
prestur, og nam guðfræði í kaupmannahöfn að loknu undirbúningsnámi í
föðurgarði. eftir heimkomu þjónaði Þórður Hítardalsprestakalli allan sinn
starfsferil, eða 1630–1670. Þórður kvæntist frænku sinni Helgu Árnadóttur
oddssonar lögmanns og voru þau hjón bæði náskyld og vensluð helstu
embættis- og eignamönnum sinnar tíðar og undangenginna alda. Það eru
einmitt vafningar þessara valda- og eignaætta sem eru viðfang Ættartölu-
safnritsins, sem og þeir ættstofnar sem stóðu að þeim Hítardalshjónum. Auk
prestsstarfa sinnti Þórður Jónsson margvíslegum fræðistörfum í anda sinnar
ritdómar226
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 226