Saga - 2009, Qupperneq 227
tíðar og hafði skrifara í þjónustu sinni, og ber því einnig að líta á Ættar-
tölusafnrit hans í samhengi annarra ritstarfa á hans vegum og um hans
daga.
Samkvæmt rannsóknum Guðrúnar Ásu eru varðveittar tvær gerðir
ættar tölusafnrits Þórðar Jónssonar. Sú eldri er talin tekin saman um 1645 og
aukin á næstu árum. Þá frumgerð fékk Árni Magnússon lánaða í Skálholt
um 1710 og fól skrifara á sínum vegum að gera eftir henni uppskrift sem er
varðveitt í Árnastofnun (AM 257–58 fol.), en forritið er glatað. Síðari gerðin
er runnin frá hreinriti Þórðar frá um 1660 sem einnig er að mestu glatað
þótt Guðrún Ása telji líklegt að ættartölubrotið ÍB 321 4to hafi að geyma
leifar þess. Árið 1666 lét Brynjólfur Sveinsson biskup skrifara sinn, séra Jón
erlendsson, gera eftirrit hreinrituðu gerðarinnar og er sú uppskrift varð -
veitt heil (Lbs. 42 fol.). Það eru þessi tvö elstu handrit yngri og fyllri gerðar
sem lögð eru til grundvallar hinni prentuðu útgáfu.
Verkið, eins og það kemur lesandanum fyrir sjónir, er í megindráttum
þrískipt. Fyrsti hluti þess, sem jafnframt tekur yfir allt fyrra bindið, er texta-
útgáfa á ættartöluriti Þórðar Jónssonar með nútímastafsetningu, „hugsuð
til fróðleiks og skemmtunar þeim sem leita vitneskju um ættir og lífskjör
Íslendinga á liðnum öldum“ (I, bls. 9). Prentuð útgáfa verksins telur rúmar
470 blaðsíður og skiptist í átján þætti. Fyrstu þættir ritsins segja af Skál -
holts biskupum siðaskiptaaldar, frá Ögmundi Pálssyni til odds einars -
sonar, og af Jóni Arasyni Hólabiskup, hinum lútherska arftaka hans, Ólafi
Hjaltasyni, og síðar Guðbrandi Þorlákssyni. Þessir þættir voru búnir á
prent í öðru bindi Biskupasagna árið 1878. Þar á eftir fylgja ættir embættis-
og eignamanna á sextándu og fram á sautjándu öld, einkum á Vesturlandi
og Vestfjörðum. Þriðji hluti safnritsins er flokkur sex ættartalna sem teknar
eru eftir afriti Styrs Þorvaldssonar af fyrri gerð safnrits Þórðar (AM 258 fol).
ættartöluþættir hinna veraldlegu höfðingja eru áður óútgefnir.
Því fer fjarri að hér sé einungis að finna strípaðar runur og romsur
ættar tengsla og vensla; á köflum er textinn samfelld frásögn og tekur þá
svip æviþátta eða jafnvel sagnaþátta. Þar segir ýmislegt af hrakningum,
afbrotum, deilum og afturgöngum, svo eitthvað sé talið. Þannig veitir texti
bókarinnar innsýn inn í samfélag „ríka og fræga fólksins“ á sextándu og
sautjándu öld, uppruna þeirra og ættir, vensl og mægðir, eignir og auðsöfn-
un, hagsmunahjúskap og hórgetin börn. Jafnframt er að finna þar víðari
samfélagsmynd, eins konar spegilmynd, sem birtist einna helst þegar þræðir
rakna upp eins og Guðrún Ása lýsir með þessum orðum: „Þegar kemur
niður á félítið fólk, staulbændur, verkafólk og göngumenn, fellur nafnatal
oft niður, stundum með orðum sem vitna um stéttarmun: „af þeim komið
almúgafólk“ eða „fátækir menn, eiga mörg börn“.“ (II, bls. 298).
Annar þáttur verksins er gríðarmikið registur mannanafna og örnefna,
auk fleiri gagnlegra uppflettiorða sem birtast í ættartöluritinu. Registrið
tekur yfir fyrri helming síðara bindis, hátt í 300 blaðsíður og líklega nærri
10.000 færslur. Um þennan þátt er svo sem ekki margt að segja annað en að
ritdómar 227
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 227