Saga - 2009, Síða 228
hér er ljóslega um gríðarmikið verk að ræða og ómissandi lykil að ættar-
tölunum sem á undan fara. Sem dæmi um umfang þess má nefna að
Guðríðar eru þar skráðar alls 105 (þar af 15 Jónsdætur) og 11 mismunandi
bæi sem nefnast Hvammur er þar að finna. Guðrúnar í ættartöluritinu ná
yfir 16 tvídálka blaðsíður og Jónar eru sömuleiðis legíó.
ekki er annað að sjá en að hér sé komið á prent gríðarlega víðtækt Who’s
who-rit siðaskiptaaldar, sem Guðrún Ása lýsir sem eins konar rökréttu
framhaldi Landnámu og ættrakninga Íslendingasagna (II, bls. 298 og 301).
Þótt verkið hafi allt frá tildrögum þess verið vel þekkt meðal fræðimanna
og áhugamanna um síðmiðaldir og árnýöld er mikill fengur að fá í svo
aðgengilegu formi þann gríðarlega sjóð upplýsinga um íslenskt samfélag
þeirrar tíðar. Gallinn við útgáfu sem þessa, út frá sjónarmiði empírískra
upplýsinga um jafn mikinn fjölda einstaklinga og raun ber vitni, er að vart
er raunhæfur möguleiki að sannreyna allt sem þar stendur. Sama á við t.d.
um Prestaævir Sighvats Grímssonar frá nítjándu öld, vissulega samantekn-
ar eftir bestu vitneskju ritarans og samtíðarmanna hans en engu að síður
uppfullar af misfærslum af ýmsu tagi. Útgefandi ættartölurits Þórðar í
Hítardal gerir sér fyllilega grein fyrir þessu og ritar m.a. í lokaorðum rit-
gerðar sinnar:
Taka ber skýrt fram að hvergi nærri hefir verið gengið úr skugga
um hvort sá texti ættartölubóka sem hér er útgefinn fari hvarvetna
með rétt mál um hvern einstakan mann og stað enda erfitt að koma
slíku við. Því hlýtur sá sem notar þann fróðleik sem hér er fram bor-
inn að leita í síðari tíma prentuð mannfræðirit til þess að sjá hvort
þar er staðfastari vitneskja um efni sem stendur í þessari bók. (II,
bls. 484).
Hin hliðin á peningnum er svo sú menningar- og félagssaga sem ættar-
tölubók Þórðar vitnar um, burtséð frá sannleiksgildi einstakra færslna
hennar. Tilgangur og samhengi tilurðar ritsins, umgangur frá manni til
manns og kynslóð til kynslóðar og tengsl eins rits og einnar uppskriftar við
aðra er þannig hið fræðilega erindi útgáfu af þessu tagi, samhliða fram-
setningu þeirra upplýsinga sem umrædd heimild kann að geyma. Þetta er
viðfangsefni þriðja hluta verksins, sem kalla má bókarígildi, ritgerðar
Guðrúnar Ásu Grímsdóttur, „Um ættartöluhandrit seinni alda og bókiðju
séra Þórðar Jónssonar í Hítardal“ (II, bls. 295–502). Það er sá hluti verksins
sem verður einkum tekinn til umfjöllunar það sem eftir lifir ritdómsins,
þótt vitanlega sé þess freistað að leggja mat á verkið í heild.
Fjölmörg íslensk ættartölurit eru að stofni til frá sautjándu öld, jafnan
„sniðin að kynkvíslum nafngreindra embættis- og eignamanna hvert á sinn
veg“ (II, bls. 298). Þau urðu til og var viðhaldið á höfuðbólum slíkra höfð -
ingja sem einkaættartöluritum og ættargóssi. Markmið slíkra rita voru
margvísleg og mikilvæg í samfélagi árnýaldar, m.a. að fylgja eftir ákvæðum
erfðaréttar og framfærsluskyldu og að afstýra forboðnum skyldleikagift-
ritdómar228
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 228