Saga - 2009, Side 230
sig …“ (II, bls. 367). Þannig lýsir þessi hluti greinarinnar upp þann þátt
handritamenningar á Íslandi á nýöld sem snerist um að afla og miðla sem
mestu efni og fjölbreyttustum textum til skemmtunar og upplýsingar.
Hugleiðingar af þessu tagi um eðlisþætti ættartölurita einskorðast ekki
við fræðilegan texta Guðrúnar Ásu heldur eru þær bæði niðurstöður af og
forsenda fyrir þeirri leið sem valin er við textaútgáfu Ættartölusafnrits
Þórðar Jónssonar. Í öðrum burðarkafla gerir höfundur grein fyrir svo-
nefndum aðalhandritum ættartölusafnritsins og leiðir kaflann til lykta með
því að gera grein fyrir vali sínu á texta til útgáfu. Íslensk fræði, og ekki síst
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, státa af langri og traustri
hefð fræðilegra vinnubragða við útgáfu fornra texta. Hin hefðbundna fíló-
lógíska aðferð, sem stundum er kennd við Jón Helgason prófessor í kaup -
mannahöfn, gengur út á að kanna öll varðveitt handrit sem hafa að geyma
ákveðinn texta og rekja tengsl þeirra og textafræðilegt mikilvægi hvers og
eins. Niðurstaða slíkrar rannsóknar er allajafna sú að drjúgur hluti yngri
handrita er afskrifaður með þeim dómi að hann hafi ekkert sjálfstætt
textafræðilegt gildi. Þeim sem hafa slíkt gildi er hins vegar raðað upp í ætt-
artré og á því byggð textafræðileg útgáfa sem ætlað er að birta sem upp-
runalegasta gerð verks. Handritið í sinni efnislegu mynd og „ævisaga“ þess
hafa jafnan lítið gildi í hefðbundinni textafræði, þótt slíkt hafi mjög verið á
döfinni síðustu áratugi undir merkjum hinnar svonefndu nýju textafræði.
Guðrún Ása Grímsdóttir stígur að mínu viti mikilvæg skref inn á lend-
ur hinnar nýju textafræði eða menningarsögu handrita. Í ritgerð hennar er,
með hennar eigin orðum, lögð megináhersla á „að segja í hverra höndum
hvert ættartölurit var sem um er fjallað. Til þess að sýna skyldleika hand-
rita er ekki farin sú venjubundna leið að tína til sameiginleg og ósameigin-
leg lesbrigði, heldur er skyldleiki handritanna sýndur með því að gera
grein fyrir því umhverfi sem hvert handrit er úr sprottið.“ (II, bls. 483). Í
stuttum lokakafla ritgerðar sinnar, „Um þessa útgáfu og markmið hennar“,
lýsir Guðrún Ása því hvernig hún hafi, eftir langa glímu við ættartölubæk-
ur, horfið frá þeirri hefðbundnu útgáfustefnu að birta stafréttan aðaltexta
ásamt lesbrigðum úr textafræðilega marktækum handritum. Stefnu breyt -
ingin var byggð á rannsóknarniðurstöðum hennar um eðli og inntak ættar-
tölubóka í handritum síðari alda:
Hver ættartölubók er sjálfstæð að gerð, eiginlega einkabók þess sem
lét gera eða gerði, þótt stofninn sé að meira eða minna leyti sameigin-
legt góss, þ.e. kjarninn í ættatölusafnritinu úr Hítardal. … Út frá
þessu sjónarmiði um eðli ættartölubóka sem einkabóka þeirra sem
gerðu eða gera létu, raskast gerð ættartölubókar ef texti hennar er ein-
ungis notaður til efnisfyllingar og lesbrigðatöku við útvalinn aðal-
texta annarrar slíkrar bókar. (II, bls. 482).
Slíkt væru, með orðum Guðrúnar Ásu, „textaspjöll og trúnaðarbrot við þá
sem hugsuðu og settu saman ættartölubók með sérstöku sniði og ætluðust
til þess að kynslóðir sinnar ættar ykju við textann og leiðréttu eftir því sem
ritdómar230
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 230