Saga - 2009, Síða 231
þróuðust.“ (II, bls. 482). Jafn kátur og ég var að lesa þessi orð og þessi
viðhorf, er ég hissa á að sjá umsjónarkonu textaútgáfunnar hopa á fæti með
því að „jafnframt hafa hop af textum skyldra gerða til leiðréttinga og efnis-
fyllinga í ákveðnum tilvikum í leit að upphaflegri texta.“ (II, bls. 482). Ég
held að leikmanni í textafræði fyrirgefist þótt honum sýnist það bitamunur
en ekki fjár að hafna lesbrigðatöku sem ótilhlýðilegri íhlutun en steypa svo
saman fleiri en einni uppskrift til útgáfu.
Forsendan að baki þessari þverstæðu er, að mér sýnist, að trúnaður
útgefanda er ekki við neina af þeim afskriftum sem varðveittar eru af ætt-
artöluritinu, heldur glataða, ætlaða (síðari) frumgerð ritsins með hendi
Þórðar Jónssonar. Hún er hið eiginlega viðfang þessa verks, ekki sem frum-
gerð höfundarverks heldur sem sú „einkabók“ sem Þórður gekk frá.
Þannig er rit sem strangt tekið er ekki til tekið fram yfir önnur „sjálfstæð
rit“ skv. kenningu Guðrúnar Ásu, svo sem uppskrift sem Styr Þorvaldsson,
skrifari og áður prentari í Skálholti, vann fyrir Árna Magnússon á árunum
1710–1712 (AM 257–258 fol.) eftir því handriti sem Guðrún Ása ætlar að
hafi verið eldri gerð frá hendi Þórðar Jónssonar.
Sú aðferð sem varð fyrir valinu var að splæsa saman texta tveggja
handrita, af brotinu ÍB 321 4to svo langt sem það nær og eftir það eftir Lbs
42 fol. Auk þess voru nokkur önnur handrit höfð til leiðréttinga, uppfyll-
inga og jafnvel teknar upp af þeim hreinar viðbætur. „Með þessu móti“,
skrifar Guðrún Ása, „er reynt að birta allt það ættartöluefni sem eldri og
yngri gerðir ættartölusafnrits séra Þórðar í Hítardal geymdu ásamt leið -
réttingum og viðaukum í þeim uppskriftum sem elstar eru og vandaðastar
og komast að meginstofni næst hinum glötuðu frumritum upphaflegra
gerða safnritsins.“ (II, bls. 411).
Framsetning á texta Guðrúnar sjálfrar skiptist nokkuð í tvö horn.
Annars vegar eru kaflar sem ætlað er að bera fram ákveðna heildarmynd
höfundar af viðfangsefninu. Þar er stíllinn lifandi og á köflum skemmtilega
fyrndur og túlkun á viðfangsefninu býsna ákveðin. Hins vegar eru kaflar
þar sem gerð er grein fyrir einstökum handritum, riturum þeirra og eigend -
um og þar á textinn til að verða upptalningasamur og efnisþættir virðast
raðast saman án mikillar úrvinnslu eða tengingar við fyrrnefnda heildar-
mynd. efnistök Guðrúnar Ásu í ritgerð hennar lofa mjög góðu, en stund-
um er eins og hún missi af eða sleppi tækifærum til að gera sér meiri mat
úr því mikla efni sem hún dregur saman. en því verður ekki á móti mælt
að útgáfa Guðrúnar Ásu Grímsdóttur á Ættartölusafnriti séra Þórðar Jóns-
sonaríHítardal er mikið afrek og eljuverk og hún leggur vissulega drjúgt af
mörkum til þess að setja viðfangsefnið í víðara menningar- og félagssögu-
legt samhengi. Ritun, afritun, dreifing og neysla ættartölurita, sem og ann-
arra rita sem vikið er að í þessu verki, staðfestir rækilega hversu traustum
fótum hinn handskrifaði miðill stóð í íslensku samfélagi um aldir eftir til-
komu prentverks. Útgáfa Guðrúnar Ásu Grímsdóttur á þessu tveggja binda
verki, og ekki síst ítarleg grein hennar um félags- og menningarsögulegt
ritdómar 231
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 231