Saga - 2009, Page 235
koma. Lesanda er til að mynda þrisvar tjáð að Jón Svefneyingur Ólafsson
hafi ekki lokið guðfræðiprófi fyrr en árið 1765. Slíkt stagl hlýtur þó að ein-
hverju leyti að skrifast á ritstjóra verksins.
Þótt bókin fjalli um bókaútgáfu á þessu merkilega tímabili, þegar bóka-
prent og upplýsing rjúfa einokun kirkjunnar, verður seint hægt að halda
því fram að hún sé byltingarsaga eins og titillinn gefur til kynna og kemur
þar tvennt til. Annars vegar það að hún rekur ekki að neinu leyti sögu bylt-
ingar, þ.e. sögu djúpstæðra grundvallarbreytinga á menningu eða sam-
félagi. Til þess að hún stæði undir nafni þyrfti hún að kafa miklu dýpra,
rekja og greina þá grunnþætti sem umbyltust og leita skýringa á þeim, í
stað þess að stikla nær einungis yfir persónusögu á ýmsum helstu útgáfu -
sviðum prentbóka. Það er líka álitamál hversu djúpstæð byltingin hafi
verið. Hins vegar hitt að ekki eru allar bækur prentbækur. Upplýsingin
veitti vitaskuld inn í landið ýmsum nýjum straumum og viðhorfum en hún
hitti líka fyrir afar sterka handritamenningu, öfluga viðleitni leikra og
lærðra til að afla sér fróðleiks og þekkingar. Þessi sterki menningarstraum-
ur varð til þess að nokkurrar tregðu gætti gagnvart boðunarstarfi postula
upplýsingarinnar og einnig tók handritamenningin við upplýsingunni;
viðhorf hennar tóku að síast inn í starfsemi skrifaranna.
Þessi tvö meginatriði, sem engin skil eru gerð í bókinni, gera það að
verkum að hún ristir heldur grunnt. Hún er samtíningur af fróðleik um
fyllirí, útgáfubasl, ferðalög, framfarahugsjónir og fleira sem upplýsingunni
tengdist, en ekki öllu meira. Mikið skortir á að bókin veiti nauðsynlega
yfirsýn yfir hina vaxandi útgáfustarfsemi. Bygging bókarinnar, skipan efn-
isins eftir efnisflokkum bókaútgáfunnar, kemur líka í veg fyrir að lesandinn
öðlist eiginlega yfirsýn yfir þær sögulegu breytingar sem um er fjallað.
Persónuþættirnir gera það að verkum að lesandi fær fyrst á tilfinninguna
að hver hafi verið að bauka í sínu fræða- og útgáfuhorni. Svo verður hann
þess smám saman áskynja að sumir voru ekki við eina fjölina felldir held-
ur voru eins konar fjölfræðingar og sinntu ólíkum viðfangsefnum, forn-
bókmenntum og framfaramálum, eins og t.d. olavius, Jón Ólafsson frá
Svefneyjum og Jón eiríksson konferensráð. Það er þó varla meira en grun-
ur, en mikill fengur hefði verið að bók um slíka fjölfræðinga í miklu víðara
menningarsögulegu samhengi.
Þótt fróðleg sé á köflum getur Bókabylting 18. aldar vart talist vitnis-
burður um mikinn fræðilegan metnað Sagnfræðistofnunar.
ViðarHreinsson
ritdómar 235
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 235