Saga - 2009, Page 241
HVAÐ eR SAGNFRæÐI? FyRIRLeSTRAR FRÁ HÁDeGISFUNDUM
SAGNFRæÐINGAFÉLAGS ÍSLANDS 2006–2007. Ritstj. Guðbrandur
Benediktsson og Guðni Th. Jóhannesson. Skrudda og Sagnfræðinga -
félag Íslands. Reykjavík 2008. 178 bls.
Flestir sem hafa áhuga á sögu eða hafa valið sér að gera sagnfræði að ævi -
starfi hljóta að íhuga reglulega um hvað fræðigreinin raunverulega snúist
— hvernig hún er stunduð og hvert sé hennar raunverulega erindi. Þá á ég
ekki endilega við að sagnfræðingar almennt sjái sig knúna til þess að stinga
niður penna í tíma og ótíma til að fjalla um söguspekileg efni, heldur frek-
ar að hvert og eitt okkar hlýtur a.m.k. á andvökunóttum að láta hugann
reika og spyrja sig hvers vegna við séum nú að þessu og hvaða þýðingu
það hafi. Í íslenskum fræðaheimi hefur ekki verið mikil hvatning til að
ræða þessa spurningu á opinberum vettvangi enda hafa íslenskir sagn fræð -
ingar yfirleitt verið uppteknari af sínum eigin rannsóknum á einstökum
sviðum en flóknum, söguspekilegum vangaveltum.
Spurningar um eðli og markmið fræðigreinarinnar hafa einkum sprott -
ið upp í tengslum við hinn arma póstmódernisma og þá kannski sérstak-
lega í tiltölulega einangruðum deilum fárra háskólakennara, deilum sem
flestir virðast hafa látið sér í léttu rúmi liggja. Sumir halda því reyndar fram
að þetta áhugamál sé aðeins lúxus; við þurfum jú öll að leggja okkar af
mörkum til sögu þjóðar og þegar „bútasaumsteppið“ hefur náð fullri stærð
getum við fyrst farið að velta fyrir okkur ástandi og eðli fræðigreinarinnar.
Í ljósi þessa var ánægjulegt að sagnfræðin sjálf skyldi verða viðfangs-
efni fyrirlestraraðar Sagnfræðingafélags Íslands veturinn 2006–2007. eins
og kunnugt er hafa hádegisfyrirlestrar félagsins gengið í rúm tíu ár fyrir
fullu húsi og virðist ekkert lát vera á vinsældum þeirra. Það er ekki síður
ánægjulegt að ráðist var í að gefa erindin út í lítilli bók og er það verk, sem
nefnist Hvaðersagnfræði?Rannsóknirogmiðlun, hér til umfjöllunar. Í fyrir-
lestraröðinni sjálfri voru flutt átján erindi og fjórtán þeirra komu út í bók-
inni. Höfundarnir eru Þórarinn eldjárn, Árni Daníel Júlíusson, Sigrún Sig -
urðardóttir, Agnes Arnórsdóttir, Guðmundur Jónsson, Þorsteinn Helgason,
Róbert Haraldsson, Sverrir Jakobsson, Súsanna Margrét Gestsdóttir, Ágúst
Guðmundsson, Gísli Sigurðsson, eggert Þór Bernharðsson og ævar kjart -
ans son. Það vekur athygli að fimm af þessum höfundum eru ekki sagn -
fræðingar og sumir leggja ekki stund á fræði í hinum hefðbundna skilningi
þess orðs. Þetta er í ágætu samræmi við stefnu hádegisfyrirlestranna frá
upphafi, þ.e. að sækja hugmyndir til fólks utan fagsins sem talið er geta lagt
sagnfræðinni lið.
Í formála útskýra ritstjórar, þeir Guðbrandur Benediktsson og Guðni
Th. Jóhannesson forsendur fyrirlestraraðarinnar:
Veturinn 2006–2007 voru hádegisfundir Sagnfræðingafélags Íslands
helgaðir fræðafaginu sjálfu og því sem jafnvel má kalla tvær meg-
instoðir þess: rannsóknum og miðlun. Hvorug stoðin ætti að þrífast
ritdómar 241
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:52 Page 241