Saga - 2009, Page 249
virðist vera seint á sér að bregðast við nýjum leiðum til að nálgast þróun-
arsamvinnu. Þær kristín og Helga taka kyn og þróun sérstaklega fyrir sem
dæmi, en að sumu leyti virðast hugmyndir sjötta og sjöunda áratugarins,
sem setja þróunarhjálp í samhengi við nútímavæðingu, enn eiga sér mál-
svara innan stjórnkerfisins. Það er mjög mikilvægt að hið opinbera dragist
ekki aftur úr í túlkun og skilningi á eðli þróunaraðstoðar (bls. 186–187, 194).
Gylfi Zoëga og Sigurður Jóhannesson fjalla um utanríkisviðskipti ann-
ars vegar og erlenda fjárfestingu í stóriðju hins vegar. Það hvarflar vissu-
lega að manni við upphaf lesturs greina þeirra að þær kunni að vera orðnar
úreltar eftir fjármálahrunið í haust. en svo er alls ekki. Grein Gylfa er ágæt
áminning um það að fyrir hrunið mátti sjá marga ókosti við þróun fjármála
og utanríkisviðskipta landsins. Gylfi bendir á að hlutur hátækniiðnaðar sé
eðlilega lítill í íslensku atvinnulífi (bls. 216) og dregur fram nokkur skýr
mótrök gegn áherslu stjórnvalda á stóriðju undanfarin ár og áratugi (bls.
216–217). Grein Sigurðar er sérlega vel skrifuð og skarpleg úttekt á stóriðju-
stefnu íslenskra stjórnvalda. Sigurður rekur ágætlega umræður um stóriðju
og þróun hennar undanfarin ár og áratugi. Greinin er reyndar svo góð að
það kemur á óvart að hún skuli ekki hafa vakið meiri athygli. Hún vekur
þá spurningu hvort ákvarðanir íslenskra stjórnvalda um álversfram-
kvæmdir og virkjanir þeim tengdar séu afleiðingar stefnuleysis frekar en
vel útfærð stefnumörkun — á svipaðan hátt og sjá má þann rauða þráð í
íslenskum utanríkisviðskiptum að þar ráði hugmyndir um nauðsynleg eða
möguleg viðbrögð við aðstæðum hverju sinni, ekki tilraun til lengri tíma
stefnumörkunar.
Tveir lögfræðingar birta greinar í bókinni, Björg Thorarensen og Pétur
Dam Leifsson. Greinar þeirra eru ítarlegar og gefa gott yfirlit yfir þá mála-
flokka sem fjallað er um, en það eru annars vegar mannréttindamál, sem
Björg tekur fyrir, og hins vegar öllu sérhæfðara efni í grein Péturs: Fram -
kvæmd fyrirmæla Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í íslenskum rétti.
Björg bendir á það í lok greinar sinnar að í raun sé enga stefnu í mannrétt-
indamálum að finna hjá íslenskum stjórnvöldum alveg fram á síðustu ár
(bls. 309). Svipuð niðurstaða kemur fram hjá Pétri. Íslendingar hafa að mestu
fylgt nágrannaþjóðunum að öðru leyti en því að löggjafinn hefur litla að -
komu að framkvæmd fyrirmæla Öryggisráðsins hérlendis (bls. 323).
Greinar Auðar Ingólfsdóttur, Steinunnar Hrafnsdóttur og Áslaugar Ás -
geirs dóttur fjalla hver um sitt efni á aðgengilegan og greinargóðan hátt og
það er styrkur bókarinnar að þeir málaflokkar sem þar er fjallað um, um -
hverfismál, frjáls félagasamtök og samspil hagsmunahópa og stjórnvalda í
alþjóðasamningum um fiskveiðar, skuli fá sitt pláss í henni. Greinar þeirra
bera það hins vegar með sér, eins og raunar flestar greinar bókarinnar í ein-
hverjum mæli, að hér er verið að ryðja brautina fyrir nýja og auðugri um -
ræðu um utanríkismál sem brýnt er að nái til allra þeirra þátta sem með
einum eða öðrum hætti geta stýrt alþjóðasamskiptum. Þær eru því nokkuð
almennar og miða að því að fræða lesandann um hvern málaflokk fyrir sig.
ritdómar 249
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:53 Page 249