Saga - 2009, Blaðsíða 256
gerir fæðardeilur sérstakar í okkar augum. Það er þó alls ekki þar með sagt
að fæðardeilur hafi skorið sig úr sem afmörkuð fyrirbæri á fyrri tímum.
Íslenska þjóðveldið er frægt í þessum rannsóknum fyrir fæðardeilur en
samt áttu Íslendingar ekkert orð yfir þær sem aðgreindi þær frá öðrum deil-
um. Það orð sem hér er notað sem þýðing á feud var, ef mér skjátlast ekki,
búið til af Helga Þorlákssyni fyrir nokkrum árum, enda þótt stofn fyrri
orðhlutans sé af sömu rót og erlend heiti fyrirbærisins. Jafnvel þessi
erlendu hugtök höfðu oft óljósa og mismunandi merkingu á fyrri tímum.
Sá flokkur fyrirbæra sem settur hefur verð inn í þetta hugtak endur-
speglar því ekkert endilega upplifun eða hugtakanotkun þeirra sem lifðu á
tímum fæðardeilna. Það er í sjálfu sér ekkert athugavert við það ef hugtakið
endurspeglar samt einhvern veruleika, þótt menn hafi ekki gert sér grein
fyrir honum á sínum tíma. Gallinn er bara sá að hugtakið fæðardeila virðist
fyrst og fremst endurspegla veruleika hins weberska ríkisvalds, nánar til-
tekið fjarveru fæðardeilna innan vébanda þess. Því má efast um gagnsemi
þess að fjalla um fæðardeilur út af fyrir sig, fremur en að líta á þær sem eina
(mikilvæga) birtingarmynd einkaofbeldis í samfélögum án öflugs ríkis-
valds og horfa þannig á þær í nokkuð víðara samhengi. engu að síður er
bókin hin áhugaverðasta og gefur nokkuð skýra mynd af fyrirbærinu.
Hún hefst á afar vönduðum og gagnlegum inngangi Jeppe Büchert
Netter strøms þar sem gefið er greinargott yfirlit um rannsóknir og um -
ræður um fæðardeilur, þó ítarleg umræða um hugtök og skilgreiningar
verði að teljast fremur ófrjó. Þörfin á þeirri umræðu endurspeglar hugsan-
lega að hugtakið fæðardeila er sjálft dálítið vandræðalegt og hefur notkun
þess jafnvel verið hafnað í aðalatriðum af sumum fræðimönnum (eins og
Guy Halsall). Að mati undirritaðs ættu skilgreiningar ekki að vefjast svona
fyrir mönnum. Þær eru verkfæri en ekki aðalatriði umræðunnar. Menn geta
einfaldlega búið sér til nákvæma skilgreiningu og haldið sig síðan við hana
og þá skiptir ekki einu sinni öllu máli hver hún er ef hún bara hentar
umræðunni. Slíkar skilgreiningar munu ekki endurspegla nákvæmlega
skilning fyrri tíma manna, en það er hvort eð er borin von því að skilning-
ur manna á hugtökum var (og er) misjafn.
Þá kemur grein eftir Helga Þorláksson, sem einnig eyðir miklu púðri í
hugtök og skilgreiningar en reynir auk þess að greina þróunarlínur fæðar-
deilna í evrópu og nálgast þær sem hefðbundin menningarfyrirbæri frem-
ur en sem valdbeitingu er lúti pólitískum lögmálum. Þeim sem þekkja fyrri
skrif Helga ætti ekki að koma þetta á óvart. Það er þó bæði óvenjulegt og
sérlega ánægjulegt að sjá íslenskan sagnfræðing fást við eitthvað annað en
hreina Íslandssögu.
Jesse Byock, sem er vel kynntur hér á landi, á næstu grein og einnig
hann sér sig knúinn til að ræða hugtök og skilgreiningar. Hann fjallar síðan
um þátt kvenna í fæðardeilum á Íslandi á þjóðveldisöld og telur hann veru-
legan, bæði í að kynda undir deilum og að ná sáttum. eins og venjan er um
rannsóknir á fæðardeilum á Íslandi, byggir Byock umfjöllun sína mest á
ritfregnir256
Saga vor 2009 UMBROT NOTA-1:Saga haust 2004 - NOTA 5.5.2009 15:53 Page 256